Hljóðabunga - 01.11.1978, Page 14

Hljóðabunga - 01.11.1978, Page 14
Erlend lán eru háð vafasömum skilyrðum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gengur erinda auðhringa og vestrænna iðnríkja. og gjaldeyrishömlur, að vísu með nokkrum aðlögunartíma. Sjá „Stefnuskrá Alþjóðagjald- eyrissjóðsins“, útg. af Seðlabanka Islands 1971: gr. VIII: 2 og 3, og XIV:2. Astundun dyggðarinnar er mælikvarði á það hve verðugt hvert einstakt land er að fá lánafyrirgreiðslu. Með tímanum hafa mótast fastar venjur í viðskiptum sjóðsins við þróun- arlönd sem eiga í greiðsluörðugleikum. Þegar ríkisstjórn biður um aðstoð koma „sérfræðing- ar“ sjóðsins galvaskir og segja henni hvað hún skuli gera til að fá náð í augum sjóðsins. Ráðleggingarnar ganga í fyrsta lagi út á innflutnings- og gjaldeyrisfrelsi og í öðru lagi út á aðgerðir til að mæta afleiðingum frelsis- ins. Ráðlögð er gengisfelling ásamt samdrátt- arpólitík og þar að auki aðgerðir til að lokka erlent fjármagn til landsins (fríðindi til auð- hringa). Rétt er að taka það fram að þessar ráðleggingar verða ekki að skilyrðum fyrr en skuldir landsins við sjóðinn eru komnar yfir ákveðið mark. Með þessum hætti er landinu 14 HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.