Hljóðabunga - 01.11.1978, Blaðsíða 26
hefur lagt fram efni, sem öðrum hefursézt yfir
og er harla nýstárlegt.“
Það er von undirirtaðs, að þessar fáu tilvitn-
anir í texta Gests Vestfirðings, sem þó voru
ekki valdar með það í huga að gefa neina
heildarmynd af efni eða stíl ritsins, veki for-
vitni einhverra lesenda og verði til þess að þeir
kynni sér þessa merku tíma, því eins og
skáldið Einar Benediktsson segir í kvæði sínu,
Aldamót:
„Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal
byggja”, án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er
nýtt.”
Hallur Páll.
wwwwwwwwwwwww
Ragnheiöur Þóra:
Ljóö (1)
Silfraöur máni stráir geislum á götu
stíga þeir dans viö hrím jarðar
Leiörétting
Sé ég sjávaröldu glitra
hnígur hún hægt aö fannhvítum sandi
Á bökkum blakta ilmandi strá
bærast hægt fyrir léttum vindi vorsins
í fjarska rís tignarlegt fjall hljómsins
fjaöurmagnaö og blítt ómar þaö í
augum
Eftir þeim hljómi hreyfir sig silfraður
máni
hægt viö hrím jarðar.
Ljóö (2)
Ég stóö í skímunni frá
flökti norðurljósanna
titrandi rétti ég fingur mína
biðjandi um hjálp
þú brostir í villtum dansi
og spor þín í hvítri fönninni
voru rauð af blóöi
bróöur okkar.
í öðru hefti Hljóðabungu birtist röng mynd. Hún átti að
vera af Skúla Thoroddsen. Við biðjumst velvirðingar og
birtum hér rétta mynd af Skúla.
26
HLJÓÐABUNGA