Hljóðabunga - 01.11.1978, Qupperneq 27
Hallur Páll:
Menntun
eöa
ítroösla
„Túlkun vitsmuna og þekkingar snertir kjarna jafn-
réttis, en hinn borgaralegi skóli, sem kennir
öllum sama námsefni og veitir þannig öllum
formlega sama tækifæri til að tileinka sér
fræðslu, er í raun tryggingakerfi ríkjandi stétta,
og er sjáifkrafa uppspretta misréttis. Það liggur
því í augum uppi að skólamál eru og verða
ævinlega stjórnmál, fyrst og síðast."
Jónas Pálsson, sálfræðingur.
skólastj. Æfinga- og tilraunaskóla
Kennaraháskóla fslands.
Að menntast og að sitja skólabekk er sitt
hvað. Sá sem þraukar þolinmóður á hörðum
skólabekkjum hvern veturinn eftir annan og
lýkur af ónefndum ástæðum embættis- eða
starfsréttindaprófi, kann að hafa tínt í sarp
sinn fáeina þekkingarmola og jafnvel öðlast
snefil af starfsþekkingu. Hitt er jafnljóst, að sá
hinn sami, oftlega nefndur „menntamaður“ í
daglegu máli, þarf alls ekki að hafa menntast,
þrátt fyrir þrettán til tuttugu ára samvisku-
samt streð í ,,menntastofnunum“. Þetta verð-
ur ljósara, ef við minnumst kynna okkar,
annars vegar af sjálfmenntuðu óskólagengnu
fólki, en hins vegar af langskólagengnu fólki.
En svo vill til, að nokkur hluti þess síðar-
nefnda hóps er í rauninni furðu fáfróður um
hversdagslegustu sannindi og hefur einatt
þröngan sjóndeildarhring.
Ef það er tilfellið, eins og hér verður haldið
fram, að hægt sé að ganga gegnum skólakerfið
án þess að menntast, hljóta að vakna ýmsar
spurningar: Til hvers eru skólar? Hvaða hlut-
verki gegna skólar í þjóðfélaginu? Hvað gerist
innan veggja skólanna? í þessu greinarkorni
verður fyrst leitast við að svara þessum spurn-
ingum og öðrum skyldum, varpað fram efa-
semdum og nokkurri gagnrýni á ríkjandi
skólakerfi, og að lokum bent á aðra möguleika
til menntunar en þá sem nú tíðkast.
Skólinn sem geymsla
Eins og lesendur eflaust muna, kom það á
daginn þegar kennarar fengu takmarkaðan
verkfallsrétt og beittu honum haustið 1977, að
margir foreldrar lentu i megnustu vandræð-
um. Það varð vandamál hvað foreldrar ættu
að gera við börnin, hvernig ætti að hafa ofanaf
fyrir þeim og hver ætti að gæta þeirra. Þetta
segir okkur ákveðna hluti.
Síðan skólaskylda varð til og barna- og
gagnfræðaskólar tóku til starfa, hafa skólarnir
tekið smám saman við því hlutverki heimil-
anna, að ala önn fyrir börnum og unglingum
mislangan tíma dagsins. Þessi umönnun léttir
ákv. vinnu af heimilunum, einkum heima-
vinnandi húsmæðrum og skapar tækifæri fyrir
þær til að vinna utan heimilis. Þegar hart er í
ári og verðbólga auðvaldsins étur upp laun
alþýðufólks, er þessi barnageymsla skólanna
til hagsbóta, bæði fyrir tekjulítil heimili, sem
gera svipaðar kröfur til lífsgæða og önnur, og
fyrir eigendur atvinnutækja, sem sífellt kalla á
meira vinnuafl til að hagnast á. Á síðustu
áratugum hefur hin íslenska fjölskylda smækk-
að í kjölfar breyttra atvinnuhátta og æ algeng-
ara verður að báðir foreldrar vinni utan
heimilis, einkum launafólk. Þegar svo við
bætist að almenn vinnuþrælkun á sér stað
meðal verkafólks, vinnutími óhóflega langur,
tryggist skólinn enn í sessi, sem nauðsynlegur
geymslustaður.
En þessi vandi, gegndarlaus yfir- og nætur-
vinna verkafólks og launþega, skapar önnur
HLJÓÐABUNGA
27