Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 29

Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 29
stöðutölur þessara prófa kveða einnig á um möguleika nemenda til að komast í æðri embætti og valdastöður, en til þess þarf oftast langskólagöngu. Skólakerfið er, þrátt fyrir yfir- lýsta jafnaðarmennsku, byggt upp eins og pýramídi, þar sem fáir útvaldir komast á toppinn. í mörg hundruð manna skóla er aðeins hugsanlegur einn dúx með hæstu með- aleinkunn. Á sama hátt er forstjóri SÍS aðeins einn, en undirtyllur hans skipta hundruðum. Einkunnirnar samsvara laununum. I annan stað er þessi opinbera jafnaðar- mennska yfirskin vegna þess að stéttarleg staða barna hefur mikið að segja um árangur bóklegs náms. Það er margendurtekin niður- staða sálfræðilegra og félagsfræðilegra athug- ana, sem að einhverju leyti eiga við íslenskar aðstæður, að börn lágstéttarfólks hafa að öll- um jafnaði ekki hlotið eins örvandi uppeldi, né dvalist í jafn fjölbreytilegu umhverfi (hér er átt við möguleika til ferðalaga, bóklesturs, o.fl.þ.h.) og börn hástéttarfólks. Hér er það sem kjörin setja á manninn mark. Allnokkur hluti barna stendur fyrirfram höllum fæti í skólanum og geldur að ósekju uppeldis síns og stéttarlegs uppruna. Enn augljósara verður þetta með þá einstaklinga sem af náttúrunnar hendi eru þroskaheftir eða tilfinnanlega bækl- aðir af fjölskylduástæðum. Þessum börnum refsar skólinn óhjákvæmilega, vegna sam- keppnisprófanna og dæmir þau úr leik. Þessum orðum til staðfestingar vil ég benda á rann- sókn þeirra Sigurjóns Björnssonar sálfræðings og Wolfgangs Edelsteins, sem fjallaði m.a. um vits- munalegan þroska, greind, skólagöngu og námsár- angur barna m.t.t. stéttarlegs uppruna: Niðurstöður barna- og unglingaprófs eru lágstéttum mjög í óhag og virðist mismunurinn aukast eftir því sem lengra líður á skólagöngu. T.d. höfðu aðeins 9,5% barna úr lágstétt (árg. 1950-54) lokið háskólaprófi, en 57,1% barna embættismanna. Varðandi geðheilsu barna kom einnig fram mikill mismunur:Af þeim sem áttu við mjög slæma geðheilsu að stríða voru 24,3% úr lágstétt en 8,4% úr hástétt. Við sem höfum einhvern tíma starfað að kennslu þekkjum þetta mæta vel, enda lendir það í hlut kennarans að refsa með einkunnum og leggja þar með byrði ósigursins á viðkvæm- ar herðar þeirra barna, sem af einhverjum ástæðum lærðu ekki að ná árangri í einkunna- samkeppninni. Á hverju ári eru því búnir til „fallistar“„ sköpuð minnimáttarkennd, vonbrigði og námsleiði. Allt þetta hefur ekki aðeins lam- andi áhrif á skólastarf, heldur á viðhorf ein- staklinga til náms og þekkingar. Það hefur í för með sér mannskemmandi áhrif vegna þess að það hamlar vitsmunalegum og tilfinninga- legum þroska og gerir sumar af björtustu vonum barna að engu. Skólinn og hugmynda-fræöileg ítroðsla Þriðja megin einkenni skóla er sú hug- myndafræðilega mótun sem þar fer fram, bæði í formi þess námsefnis sem börnum er ætlað að nema, þeirra hluta sem þeim er ekki ætlað að nema, og þeim vinnubrögðum og kennsluaðferðum sem tíðkast í skólum. Skólar koma inn hjá börnum, í ríkara mæli en almennt er viðurkennt, hugmyndum um alls konar gildismat, þ.e. hvað sé eftirsóknar- vert í lífinu og hvað ekki, hvað sé siðferðilega rétt og rangt, gott og illt, hvernig eigi að hegða sér í samskiptum við aðra, og meira að segja hvað sé rétt að vita og þekkja og hvað ekki. Það felst t.d. í námsefni skólanna að reikningur sé mikilvægari en tónlist, eðlisfræði þýðingarmeiri en myndlist og danska nauð- synlegri en handmenntir. Ástæðan liggur að- allega í þörfum atvinnulífsins eða efnahags- legri byggingu þjóðfélagsins, en hvorki í á- huga einstaklinga né þroskavænlegum áhrif- um þeirra námsgreina sem kalla á frjóa hugs- un, sköpunarmátt og vinnugleði. Nú er meira að segja svo komið i grunnskólum, að tvö erlend tungumál eru höfð til kennslu 10 til 12 ára börnum, án þess að hægt sé að fullyrða að nemendur hafi náð sæmilegum tökum á eigin móðurmáli til að tjá sig í ræðu eða riti, eða að þau hafi öðlast einhverja þekkingu á íslensk- um bókmenntum, sér til fróðleiks og yndis- auka. Lítum nánar á námsefnið. Að ætla nemend- um að læra eitt en ekki annað, felur í sér val. Það sem ef til vill einkennir námsefnisvalið, frá sjónarhóli nemandans, er að hann þarf yfirleitt að læra eitthvað sem honum finnst að HLJÓÐABUNGA 29

x

Hljóðabunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.