Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 35

Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 35
Hallvarður skáld frá Horni 1723-1799 Einhver sögufrægasta persóna átjándu aldar á Vestfjörðum er Hallvarður Hallson (1723- 1799), sem bjó að Horni á Hornströndum og í Skjaldabjarnarvík. Hann var afreksmaður mik- ill, tröllslegur og fjölkunnugur, en einnig skáld gott. Á Landsbókasafni íslands má finna í handritum þrjár rímur eftir Hallvarð, auk fjölda sagnaþátta er ritaðir voru um Hallvarð og Hall föður hans. Rímur þessar eru, Strand- leiðarríma (32 erindi), Bárðarríma (160 er- indi) og Ljóðabréf (71 erindi). Af þeim mun einungis Bárðarríma hafa birst í heild á prenti, í Fróðlegu ljóðasafni, útgefnu á Akur- eyri 1856. Upphaf Bárðarrímu er þannig: Víða flýgur vignis sprund, valur gauta yfir, sækir eptir fjölnis fund; furða er hvað hann lifir. í næst síðasta erindi rímunnar felst heiti höfundarins: Á heiti mínu get ég grein, gjört með skýring slíka: fagurt þýðir flatan stein, og föðurnafnið líka. Efni Strandleiðarrímu er leiðarlýsing fyrir sjófarendur, hvernig sigla megi örugglega meðfram Ströndum. Líklegt er að leiðarlýs- ingin hafi upphaflega náð alla leið norðan frá Skjaldabjarnarvík og suður í Steingrímsfjörð, eins og bent er á í einu handritanna. Þau 32 erindi sem til eru af rímunni (33 í einu handriti) lýsa leiðinni frá Byrgisvík og suður í Steingrímsfjörð. Strandleiðarríma er til í sex handritum á Landsbókasafni. Það elsta (Lbs/JS 311,8vo)er líklega frá árunum 1740-1750, en þó ef til vill eldra. Það er skrifað með hendi Erlends sýslu- manns Ólafssonar, er bjó í Súðavík, Ögri og síðast á Hóli í Bolungarvík. Erlendur er sá eini sem ekki eignar Hallvarði rímuna: „Stranda Ríma orðt af Ólafe Gíslasyne“. I „Stranda Leiðar Rímu” í Hrafnadalskveri Lýðs Jónssonar, frá Hrafnadal í Hrútafirði, er ekki getið um höfund rímunnar, þegar hún er færð í letur 1791 (Lbs/JS 130,8vo). Þá er Strandleiðarríma til í þremur hand- ritum frá Skagafirði: með rithönd Gísla Kon- ráðssonar, fræðasafnara (Lbs/2856,to), með listaskrift Bólu Hjálmars (Lbs/1440,4to), og með hendi Þorsteins Þorsteinssonar, frá Heiði, Sléttuhlíð (Lbs/681,4to). Yngsta handritið er norðan úr Steingríms- firði, skrifað árið 1895 með rithönd Halldórs Jónssonar frá Miðdalsgröf (Lbs/1880,vo). Halldór segir í kveri sínu: „Handrit það sem þetta er eptirskrifað fjekk ég norðan úr Kjós, í Árneshrepp. Það vantar í rímuna, leiðarlýs- ingin náði norður í Skjaldabjarnavík.“ Ekki verður lagður dómur á það hér, hvort réttara sé að eigna Ólafi Gíslasyni, á Ánastöð- um í Húnavatnssýslu, rímuna eins og elsta handritið gerir, eða Hallvarði, eins og flest önnur handrit og sagnir gera. En víst er að Hallvarður var skáld ágætt og sjómaður hinn fræknasti og fóru af honum miklar sögur. Gísli Konráðsson, fræðasafnari, telur líklegt að Hallvarður hafi margt fleira kveðið en Strand- leiðarrímu, Bárðarrímu og Ljóðabréf til Orms sýslumanns Daðasonar. Getur hann meðal annars Ljóðabréfs Hallvarðar til Lofts Jó- hannssonar frá Garpsdal. Segir Gísli á einum stað í þáttum sínum, að Hallvarður hafi unnað mjög Passíusálmum Hallgríms, hafi hann borið þá alloft á sér og kveðið svo um þá: H LJÓÐABUNG A 35

x

Hljóðabunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.