Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 41

Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 41
58. Á Almenningum allt um kring sem enn er vandi víða sést þar viður á landi vel sandorpinn óþrjótandi. 59. Geldingar og gimbrar, lömb í grænum hlíðum eru með fjórðung oft og tíðum sem alast þar í haga fríðum. 60. Veturgamlir vega þrátt að vættar þunga tjáist mörinn tveir fjórðungar að títt hafi reynst um sauði unga. 61. Sá sem er í soddan plássi sumar og vetur heldur kyrrt við heimasetur hvorugur annan fundiö getur. 62. Marga veit ég mjög vel skýra menn innlenda eitthvað burt þá vilja venda villast allan dag til enda. 63. Allt um kenna ókindum og illsku tröllum hlíðar liggja hátt í fjöllum hvergi fært með sjónum öllum. 64. Sjódraugarnir bæði byggð og bæi kanna allt eins fyrir augum manna eru þar flokkar bjargbúanna. 65. Einu sinni ef til ber við um þá tölum sjáist þeir víða saman í hölum sem sagt er frá í Aradölum. 66. Með því öllu mun ég hafa þar mitt aðsetur annars staðar ei fer betur um æfidagana sumar og vetur. 67. Aldrei skal ég lasta það land í Ijóðamæli það er valið þjófabæli þótt því enginn maður hæli. 68. Saman ég hef merg og mál að mestu valið brags í efni bundið og falið bæði kost og löst upptalið. 69. Seðil bið ég þig að senda mér ef sjá kannt þetta getirðu nokkuð fært til frétta fram skal ég undirrétta. 70. Tryggð og vinsemd þakka ég þér með þýðieik hér með öllum heiðurs grönnum (sönnum heilsa bið ég góðum mönnum. 71. Vil ég meira vinnudagsins verk ei bjóða því skal enda þáttinn góða þú sem heyrir snýrð til góðs. Saman tóku Hallgrímur Guðfinnsson og Hallur Páll Jónsson. IWffWtfWW Gísli Kristjánsson: Brigöi I spurn leita vegvillt augu til þeirra tíma þegar fölin sem nú er bráönuö var hvít. í skyggöu vatni standa líka þær myndir á hvolfi sem aldrei vissu hvernig þær áttu aö snúa. Jafnvel í vorsnjónum litast nýteknar grafir hvítar. Eöa: Voru ský himinsins ekki nógu sólroöin til aö bera þær. Kvíöi koldimmrar nætur fyrir komandi degi því sitt er jú hvaö svefn og vaka. Uppgjörs er leitaö í skilningi, aölögun. En samt, dagurinn birtist meö snjónum sem hylur jöröina í skeytingarleysi um fölina sem féll í gær. WWfWWffW HLJÓÐABUNGA 41

x

Hljóðabunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.