Hljóðabunga - 01.11.1978, Page 47

Hljóðabunga - 01.11.1978, Page 47
inu boða komu þriðja menningarstigsins í viðhorfskenningu Mead, frammyndaðrar- menningar? Mead lýsir þessu stigi sem algjöru forræði ungs fólk í þjóðfélaginu. Ungt fólk verði þar ekki aðeins þeir einu til að svara spurningum þjóðfélagsins, heldur einnig þeir einu sem varpað geta fram spurningum sem mikilvægi hafa fyrir þjóðfélagið. Slíkt menn- ingarástand er auðvitað hvergi komið á, en Mead telur það á næsta leyti. Kenningin um frammyndaða menningu er frumlegasti hlutinn í viðhorfsgreiningu Mead. Það er kannski ekki undarlegt að kenningin varð til á sjöunda áratug aldarinnar, þegar æskufólk í hinum vestræna heimi hafði sig mikið í frammi. Og Mead er líka óspör að vitna til samtímans, kenningum sínum til stuðnings. Hún segir að mannkynið standi nú frammi fyrir nýju heimsástandi og framtíðar- horfum, sem fáir hafi náð að skilja til full- nustu enn sem komið er. Útrýmingarhættan sé ekki lengur fjarlægur möguleiki, heldur yfirvofandi og nær óhjákvæmilegur ef nýtt heimsstríð brýst út. Óráðssían sé svo mikil í meðferð auðlinda og úrgansefna, að stór hluti jarðarinnar geti brátt orðið óbyggilegur. Þess- ar aðstæður telur Mead að einungis ungt fólk geti skilið til fullnustu, því þess sé framtíðin. Þróunarspá hennar er þessi: í samfélögum sem náð hafa geysiháu menntunarstigi, þar sem hver unglingur hefur öðlast meiri þekk- ingu en foreldrar hans, og þar sem ungt fólk í sömu samfélögum hafi skilið nýju heimsástæð- urnar, renni tími frammyndaðrar menningar upp og þar taki unga fólkið ráðin í sínar hendur. Hvaða gildi? Þá er lokið kynningu á þremur greiningar- aðferðum menningar. En hvaða not skyldum við geta haft af þeim? Ég vil strax taka fram, að kynningin að framan er lítt fræðileg eða nákvæm. Henni er alls ekki ætlað að vera formáli að nákvæmri flokkun hinna ýmsu tegunda menningar á jörðinni. Kynningin og þó öllu heldur aðferðirnar sjálfar eiga fyrst og fremst að gefa okkur hugmyndir um hvernig Landslag í tæknisamfélagi, menning þróast. Finnist okkur þessar hug- myndir góðar og trúverðugar, þá getum við notað greiningaraðferðirnar til að gefa óljósa hugmynd um hvar ákveðin menning stendur, hvert hún stefnir og hvað muni bíða hennar á þróunarbrautinni. Viljum við taka mark á greiningaraðferð- um, þá liggur í augum uppi hvaða menning er sú þróaðasta í samtímanum. Það er menning- in Vesturlanda menning iðnríkjanna. í þeim er mest orkunotkun, mikil framleiðni áber- andi, ópersónuleg tengsl ríkjandi, og líklega hæst menntunarstig. Ef benda skal á ákveðið land er nærtækt að nefna Bandaríkin, en þau eru komin lengst miðað við þessa þætti þróun- ar. En hér er rétt að gera sér grein fyrir takmörkunum greiningaraðferðanna. Þær geta aðeins sagt til um hve þróuð ákveðin menning er m.t.t. örfárra menningarþátta. Þær segja ekkert um önnur almenn einkenni menningarinnar. Vesturlandamenningin hef- ur t.d. nokkur óaðlaðandi einkenni, s.s. firr- ingu, er skapast af fjöldaframleiðsluháttum, aukinn fjölda glæpa og afbrota, háa tíðni HLJÓÐABUNGA 47

x

Hljóðabunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.