Hljóðabunga - 01.11.1978, Side 61

Hljóðabunga - 01.11.1978, Side 61
Gústi (lágt): Hvað heitir hann nú aftur? Ég las grein eftir hann í Dagblaðinu í sumar. Mjög góða grein. Jájá, og hann er að lesa Dagblað- ið, þú sérð það sjálf - þetta passar, þetta er hann, hvað sem hann heitir. (Sýpur á og ræskir sig í átt til Ókunnugs.) Dóra (lágt): Elsku Gústi minn... Gústi (lágt): Skiptu þér ekki af þessu kona! (Við Ókunnugan:) Það...það... það verður víst margt á fundinum? (Ókunnugur lítur und- randi uppúr blaðinu.) Gústav Pétursson. (Þögn). Gústav Pétursson frá ísafirði. Ókunn.: Já, einmitt það já. (Heldur áfram að lesa.) Gústi: Varnarmálin verða náttúrulega á dag- skrá trúi ég.Já, fyrst þú ert mættur, þá verða þau auðvitað á dagskrá, hvernig læt ég. (Bak- við blaðið lítur Ókunnugur hissa frammí salinn og yppir öxlum.) Ég segi nú fyrir mig - ég er náttúrulega enginn sérfræðingur í þessu einsog þú - en það er mín persónulega skoðun, og þar erum við sammála, mér finnst að við eigum að Iáta þá borga. (Þögn). Spurningin er bara: hvað eigum við að láta þá borga mikið? (Þögn). Ert þú ekki...? Jújú, þú ert sérfræðing- ur í þessum málum, er það ekki? Ókunn.: (setur frá sér blaðið og stendurupp): Þið fylgist skiljanlega illa með þarna útá landsbyggðinni. Gústi: Ha? Ja, það... það... Ókunn.: Það er enginn tími, ég veit það. En góði maður, spurningin er ekki: hvað eigum við að láta þá borga mikið? Spurningin er þessi: á þjóðin að vera sjálfri sér samkvæm eða ekki? Gústi (hugsi) Sjálfri sér samkvæm. Já, þú segir það. Sjálfri sér samkvæm. Það er sennilega mikið til í því. Ókunn.: Leitast þú ekki við að vera sjálfum þér samkvæmur? Gústi: Ha? Jú... jújú. Ókunn.: Og veistu hver sagði: „Til þess sem hinn heilbrigði einstaklingur ætlast til af sjálfum sér, til þess skal hann einnig ætlast af þjóð sinni.“ Veistu það? Gústi: Ha? Ég... ég kem því nú ekki fyrir mig í augnablikinu. Ókunn.: Abraham Lincoln. — Og fyrst þú leitast af fremsta megni við að vera sjálfum samkvæmur, þá skal þjóð þín vera það h'ka, ekki satt? Vésteinn Lúðvíksson rithöfundur. VÉSTEINN LÚÐVÍKSSON er löngu landskunnur rithöfundur. Hann fæddist 24. október 1944, lauk stúdentsprófi 1964 og dvaldist síðan allmörg ár í Danmörku og Svíþjóö. Bækur hans eru þessar: ÁTTA RADDIR ÚR PÍPULÖGN (1968), GUNNAR OG KJARTAN I—II (1971—1972), EFTIRÞANKAR JÓ- HÖNNU (1975) og leikritið STALÍN ER EKKI HÉR (1977). Hann hefur auk þessa skrifað fjölda greina í blöð og tímarit og má þar nefna m.a. ýtarlega grein um Georg Lukcás: ,,GEORG LUKCÁS OG HNIGNUN RAUNSÆISINS" (Tímarit Máls og menningar, 1970). Þá skráði hann endurminningar Péturs Hraunfjörðs Péturssonar: „MINNINGAR ÚR STÉTTABARÁTTUNNI" (Tímarit Máls og menning- ar, 1972). Vésteinn hefur gert víðreist um Vestfirði, dvalist oft á ísafirði og lesið þar úr verkum sínum. Leikþátt þennan, sem hér birtist á prenti, samdi Vésteinn sérstaklega fyrir kvöldvöku herstöðvaandstæðinga á ísafirði, 1. des. 1976, og leikstýröi sjálfur. HLJÓÐABUNGA 61

x

Hljóðabunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.