Bænavikan - 07.11.1959, Page 1

Bænavikan - 07.11.1959, Page 1
Bænavikulestrar 1959 Lestur fyrir hvíldardaginn 7. nóv. 1959. „Fyrir dyruinss EFTIR R. R. FIGUHR, formann Aðalráðs Aðventsamtakanna. Sjöunda dags aðventistar hafa hlotið guð- legt uppeldi, ekki til þess eins að boða hina sælu von safnaðarins um endurkomu Krists í mætti og dýrð, þegar hann verður krýndur sem konungur konunga og Drottinn drottna, heldur er þeim líka ætlað að segja frá, að sú dýrðlega endurkoma sé mjög nærri, fyrir dyr- um, þeim dyrum, sem aðskilja himin og jörð. Brátt mun hann stíga yfir þröskuldinn og taka málin í sínar hendur. Okkur er sagt að taka þá viðburði, er eiga sér stað í heiminum, sem óvefengjanleg tákn um bráða endurkomu Krists. Við eigum að boða öllum heiminum skjóta endurkomu hans með hljómsterkri rödd. „Þegar þér sjáið allt þetta,“ sagði Jesús, „þá er hann í nánd, fyrir dyrum.“ Á síðustu dögum mun fólk Guðs lifa í full- vissu um bráða endurkomu Krists, og mun það hafa djúptæk áhrif á allt þeirra líf. „Fyrir því skuluð og þér vera viðbúnir, því manns- sonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér eigi ætlið. Hver er þá hinn trúi og hyggni þjónn, sem húsbóndinn hefur sett yfir hjú sín, til þess að gefa þeim fæðuna á réttum tíma? Sæll er sá þjónn, sem húsbóndi hans finnur breyta þannig, er hann kemur (Matt. 24,44.46). Það er greinilega staðfest í Biblíunni, að Jesús muni koma aftur til jarðarinnar til þess að sækja sína eign. Kristnar kirkjur hafa yfir- leitt lengi verið sannfærðar um, að þetta væri biblíuleg kennisetning, og kennimenn ýmissa kirkjudeilda tala ekki ósjaldan um þetta mikil- væga efni með einurð og sannfæringu. Þeir viðurkenna biblíulegan grundvöll þess og áherzluna, sem lögð er á það í Heilagri Ritn- ingu. Oscar Lowry segir: „Það er minnzt á endurkomu Krists rúmlega 300 sinnum í Nýja Testamentinu. Að meðaltali vitnar eitt vers af hverjum tuttugu og fimm frá Matteusarguð- spjalli til Opinberunarbókarinnar til endur- komu Krists. Það eru rúmlega 300 ákveðnir spádómar, bæði í Gamla og Nýja Testamentinu. sem greina frá endurkomu Krists, og það eru yfir 1000 staðir í Biblíunni allri, sem minnast á endurkomu Krists. Fyrir hvert sinn sem tal- að er um friðþæginguna er talað tvisvar um endurkomuna. Fyrir hvert sinn sem talað er um fyrri komu Krists er talað átta sinnum um endurkomu hans. Páll minnist aðeins 15 sinn- um á skím, en 55 sinnum á endurkomu. Eigi að meta gildi einhverrar kennisetningar eftir því, hve oft er á hana minnzt í Ritningunni, er kenningin um endurkomu Krists þar efst á lista, og engin önnur keppir þar við hana, ekki einu sinni friðþægingin. Mesti viðburður heims- sögunnar á öllum tímum verður persónuleg endurkoma Drottins vors Jesú Krists. Þess vegna skyldi það ekki vekja furðu okkar, þótt LANOSBÚKASAFN 226815 ÍSLANDS

x

Bænavikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.