Bænavikan - 07.11.1959, Síða 2

Bænavikan - 07.11.1959, Síða 2
2 miklum hluta Biblíunnar sé varið til íhugunar á þessum mikilvægasta viðburði allra tíma.“ í Deilunni IVIiklu lesum við, að „endurkoma Krists sé rauði þráðurinn í Heilagri Ritningu" (bls. 299). Annar höfundur hefur sagt, að end- urkoma Krists sé lykillinn að Biblíunni. Ef þetta mikla efni, sem spámenn og postular hafa svo lengi talað um með eldmóði og sann- færingu, væri numið burt úr orði Guðs, myndi tilgangi Biblíunnar og boðskaparins, sem hún flytur, að mestu glatað. Þetta frábæra efni er svo ómissandi hvað skilningi okkar á Ritning- unni viðkemur og á áformi Guðs mönnunum til handa, að hver kristinn maður ætti að skilja það greinilega og geyma það í hjarta sér. Endurkoma Krists mun bæta að fullu allt það, sem glataðist vegna syndarinnar. Koma hans mun að eilífu binda endi á yfirráð synd- arinnar og afleiðingar hennar, sorg og þján- ingu. Koma hans mun að eilífu nema í burtu öll merki hins illa af alheiminum. Hún mun upplýsa að fullu og öllu upprunalegt áform Guðs með þennan heim — þ. e. eilíft réttlæti, óendanlegan frið og fullkomið samræmi. Er þetta ekki fögur framtíðarmynd fyrir þann, sem trúr reynist? Það er engin furða, þótt þessu þýðingar- mikla efni sé ætlað mikið rúm í Biblíunni. Fólk Guðs hefur beint athygli sinni að hinni dýrðlegu og ógurlegu endurkomu Krists á öll- um öldum. Enok, hinn góði og trúi maður, þráði komu hans í þau 300 ár, sem hann gekk með Guði. Hann talar um þann atburð og seg- ir: „Sjá Drottinn er kominn með sínum heilögu tíþúsundum til að halda dóm yfir öllum, og til að sanna alla óguðlega menn seka um öll þau óguðlegu verk, sem þeir hafa óguðlega drýgt, og um öll þau hörðu orð, sem hinir óguðlegu syndarar hafa talað gegn honum.“ (Júdas 14.15.). Job talaði einnig um vonina, sem hélt honum uppi, er hann lá í öskunni, þjáður og hryggur. „En ég veit, að lausnari minn lifir, og hann mun síðastur ganga fram á foldu.“ (Job 19,25). Söngvarinn í Israel söng um von sína: „Guð vor kemur og þegir ekki. Eyðandi eldur fer fyrir honum, og í kring um hann geisar stormurinn. Hann kallar á himin- inn uppi og á jörðina, til þess að dæma lýð sinn.“ (Sálm. 50,3.4). Jesaja, spámaður fagnaðarerindisins, upp- örvaði fólk Guðs með fullvissunni um loka- sigur: „Stælið hinar máttvana hendur, Styrkið hinn skjögrandi kné! Segið hinum ístöðulausu: Verið hughraustir, óttizt eigi! Sjá hér er Guð ykkar! Hefndin kemur, endurgjald frá Guði. Hann kemur sjálfur og frelsar yður.“ Sakaría lýsir einnig degi Drottins: „Sjá, sá dagur kemur frá Drottni. ... Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu. ... Á þeim degi munu lifandi vötn út fljóta frá Jerúsalem. ... Drottinn mun þá vera konungur yfir öllu landinu." (Sak. 14,1.4.8.9). Jesús sjálfur gaf lærisveinum sínum fyrir- heit, sem við þekkjum svo vel: „Hjarta yðar skelfist ekki; trúið á Guð og trúið á mig. I húsi föður míns eru mörg híbýli; væri ekki svo, mundi ég þá hafa sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Og þegar ég er farinn burt og hefi búið yður stað, kem ég aftur og mun taka yður til mín, til þess að þér séuð og þar sem ég er.“ (Jóh. 14, 1—3). Englarnir hughreystu lærisveinana, þegar Jesús steig upp til himins, með þessum orð- um: „Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi J'esús, sem var upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.“ (Post. 1,11). Með endurkomu Drottins í huga minnir postulinn Páll okkur á að lifa guðrækilega í heimi þessum, „bíðandi hinnar sælu vonar og dýrðar-opinberunar hins mikla Guðs og frels- ara vors Jesú Krists.“ (Tít. 2, 13). Og Jó- hannes, síðasti postulinn af hinum tólf, lýkur hinni helgu bók með þessum vonarríku orð- um: „Kom þú Drottinn Jesús!“ Já, Jesús mun koma aftur. Þessi von, sem haldið hefur fylgjendum hans uppi, mun brátt rætast. Árum saman hafa margir hlakkað til að sjá Krist persónulega koma aftur í dýrð ásamt englum sínum. Einhvern tíma í náinni framtíð munu þeir sjá konung sinn sitja í hásæti sínu með allar þjóðir jarðarinnar fyrir framan sig.“ Sannlega segi ég yður, þessi kyn- slóð mun alls ekki líða undir lok, unz þetta allt kemur fram.“ (Matt. 24, 34). Sá maður, sem hefur frið við Guð, lítur fram til þess dags með ósegjanlegum fögnuði. Þótt Guð einn þekki dag og stund endur- komunnar, er okkur greinilega sagt, að við getum vitað, hvenær koma hans sé í nánd, fyrir dyrum. Jesús sagði sjálfur frá þessu. í 24. kap. Matteusarguðspjalls, 21. kap. Lúkas-

x

Bænavikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.