Bænavikan - 07.11.1959, Page 5

Bænavikan - 07.11.1959, Page 5
5 Lestur fyrir sunnudaginn 8. nóvember 1959. „Gigi cr lieldui* annað iiaín66 Eftir M. S. NEGRI, formann Sambandsráðs Aðventsamtakanna í Suður-Brasilíu. Maðurinn hefur alltaf þráð að lifa, og mann- kynið í heild lifir, vinnur og lærir í von um að geta ráðið fram úr leyndardómum dauðans og veitt mönnunum eilíft líf. Biblían segir okkar, að dauðinn sé afleiðing syndar. „Laun syndarinnar er dauði“ (Róm. 6, 23). En hvað er synd? Synd er yfirtroðsla eða brot á lögum Guðs. Synd er misgjörð. „Hver, sem synd drýgie, drýgir og lagabrot" (1 Jóh. 3, 4). Við lestur Biblíunnar komumst við að raun um, að það var synd, sem olli dauða Adams, og að dauðinn er afleiðing syndar. Þetta er hinn fyrsti dauði, sem bæði réttlátir og rang- látir hafa fengið að erfðum frá Adam. Hins vegar hreppa aðeins hinir óguðlegu hinn ann- an dauða vegna eigin synda, sem bætast við syndugt eðli, er þeir hafa fengið í arf. Hinn annar dauði er afleiðing þess að lifa í synd- inni og hafna hinu guðlega náðarboði. Allir menn, nema Enok og Elía og þeir, sem munu umbreytast, þegar Jesús kemur aftur, munu hafa fengið að reyna hinn fyrsta dauða. En þeir einir, sem óhlýðnast hinum guðlega boð- skap, munu reyna hinn síðari. Hve margir hafa syndgað? Allir hafa syndgað ...“ segir Páll í Róm. 3, 23 og hann bætir við til skýringar: „Þess vegna eins og syndin kom inn í heiminn fyrir einn mann, < og dauðinn fyrir syndina, og dauðinn þannig er runninn til allra manna, af því að allir hafa syndgað“ (Róm. 5, 12). Páll lýsir ennfremur manninum, sem í syndugu ásigkomulagi sínu er guðvana í heiminum, á eftirfarandi hátt: „Og eins og þeir hirtu ekki um að varðveita þekkingu á Guði, ofurseldi Guð þá ósæmilegu hugarfari, svo að þeir gjörðu það, sem ekki er tilhlýðilegt, fylltir alls konar rangsleitni, vonzku, ágimd, illsku, fullir öfundar, mann- drápa, deilu, sviksemi, illmennsku, rógberar, bakmálugir, guðshatarar, smánarar, hrokafull- ir, gortarar, hrekkvísir, foreldmm óhlýðnir, óskynsamir, óáreiðanlegir, kærleikslausir, miskunnarlausir, — menn, sem þekkja Guðs réttlætisdóm, að þeir, er slíkt fremja, eru dauðasekir, þeir gjöra þetta engu að síður og meira að segja láta þeim velþóknun sína í té, er það gjöra.“ (Róm. 1, 28-32). Frelsi frá dauða. Páll er ekki aðeins að tala um þann dauða, sem allir eru undirorpnir, heldur líka um hinn annan dauða, dauðann eilífa, sem hinir óguð- legu munu hreppa. Ef hinn vanalegi og hvers- dagslegi dauði er óttalegur, hve miklu fremur er þá ekki hinn annar dauði það, hann sem rænir manninn eilífu lífi! Hversu ógurlegt er það ekki að deyja fyrir fullt og allt! Vissu- lega langar okkur til að lifa aftur, þótt við verðum að hvílast í gröfinni dálitla stund. Sérhvert okkar ætti að eiga þessa blessuðu von um eilíft líf. Minnumst spurningar Jobs (14, 14): „Þegar maðurinn deyr, lifnar hann þá aftur?“ Hann svarar sér sjálfur í 19. kap. 25-27. „En ég veit, að lausnari minn lifir, og hann mun síð- astur ganga fram á foldu. Og eftir að þessi húð mín er sundurtætt og allt hold er af mér, mun ég líta Guð. Ég mun líta hann mér til góðs; Já, augu mín sjá hann, og það eigi sem andstæðing, — hjartað brennur af þrá í brjósti mér.“ Við skulum nú athuga, hvernig maður, sem er á valdi syndarinnar og dæmdur til eilífs dauða, getur öðlazt uppreisn og von um nýtt líf án dauða, eilíft líf. Við lesum í 2. kap. Efesusbréfsins: „En Guð, sem er svo auðugur að miskunn, hefur af mikilli elsku sinni, er hann lét oss í

x

Bænavikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.