Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 7
7
bræður sína. Hann er íórn okkar, talsmaður
okkar og bróðir. Hann er íklæddur mannlegri
mynd okkar frammi fyrir hásæti föðurins, og
hann er eitt með mannkyninu, sem hann end-
urleysti, um aldir alda. Hann er mannssonur-
inn. Allt þetta gerir hann til þess, að maður-
inn komist upp úr því djúpi spillingar og niður-
lægingar, sem syndin kom honum í, og geti
endurspeglað kærleika Guðs og tekið þátt í
gleði heilagleikans.
Verðið, sem greitt var fyrir endurlausn okk-
ar, hin eilífa fórn, sem okkar himneski faðir
færði, er hann gaf son sinn til að deyja fyrir
okkur, ætti að vekja hjá okkur háleitar hug-
myndir um, hvað við getum orðið fyrir aðstoð
Krists. Þegar postulinn Jóhannes hugleiddi
breidd, lengd, hæð og dýpt þess kærleika, sem
Guð ber til hins fallna mannkyns, fylltist hann
lotningu og aðdáun, og vegna þess að hann
átti engin orð, sem gátu lýst mikilleik og
mildi þess kærleika, býður hann okkur að sjá
hann. ,Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur
auðsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn.‘
(1 Jóh. 3, 1). Svo mikils metur Guð mennina!
Vegna syndar urðu mannanna börn þegnar
Satans. Fyrir trú á friðþægjandi fórn Krists
geta synir Adams orðið að sonum Guðs. Með
því að taka á sig mannlegt eðli, hóf Kristur
mannkynið upp á æðra stig. Mennirnir hafa nú
tækifæri til þess að verða verðugir að kallast
Guðs börn, ef þeir tengjast Kristi.“ (Vegurinn
til Krists 14. 15.).
Er Jesús frelsari þinn?
Nú skulum við spyrja okkur sjálf: Elskum
við Jesúm í raun og veru? Er hann okkur
raunverulegur frelsari? Finnum við, að við
lifum í honum og hann í okkur? Dauði hans
og hjálpræði hafa ekkert gildi fyrir okkur,
ef við lifum ekki með honum og fyrir
hann í þessu lífi. Þyngsta byrðin, sem við
berum, er syndabyrðin, en Jesús er reiðubúinn
til að taka þessa byrði af þreyttum herðum
okkar og veita okkur hvíld. Hann býður okk-
ur að varpa áhyggjum okkar upp á sig og
eignast þá öruggu sannfæringu, að hann sé
frelsarinn. Hvers vegna tökum við ekki á
móti Jesú sem persónulegum frelsara okkar?
Hvers vegna vörpum við ekki byrði okkar
við fætur hans?
Ef til vill finnst þér byrði lífsins vera of
þung og að þú getir ekki borið hana lengur.
Hvers vegna leggur þú ekki líf þitt í hendur
Jesú og hvílist í friði í honum í hinni blessuðu
von um nýtt líf í frelsara þínum? Við þurfum
að minnast þess, að Jesús er eini frelsarinn,
og hann einn veitir sanna og varanlega ham-
ingju.
Við þurfum að komast nær Jesú, frelsara
okkar, í þessari Bænaviku. Þú og ég þörfn-
umst hans. Hann ætti að vera með okkur á
degi hverjum. Við þurfum að finna, að hann
er frelsari okkar. Þessi sannfæring og trú er
ómissandi. Við þurfum að trúa því, að hjálp-
ræðið sé ekki að finna í neinu öðru nafni.
Komandi ár mun færa okkur ýmis konar
reynslu, grýtta leið og þungar byrðar. Það
getur verið, að vegurinn virðist langur og tor-
fær, reynslurnar og freistingarnar svo miklar,
að okkur finnist ómögulegt að standast þær
og að við munum hníga undir þunga þeirra.
En minnumst þess, að frelsarinn er við hlið
okkar. Hann hefur gengið þennan sama veg,
og hann heitir því að vera með okkur allt til
endans og bera byrðarnar fyrir okkur.
Fylgjum honum trúlega allt til enda; bein-
um sjónum okkar til hans, og þá munum við
geta sagt af persónulegri reynslu eins og þjón-
ar hans fyrrum: „Hver mun gjöra oss viðskila
við kærleika Krists? Hvort þjáning? Eða
þrenging? Eða ofsókn? Eða hungur? Eða
nekt? Eða háski? Eða sverð? ... Því að ég er
þess fullviss, að hvorki dauði né líf, né engl-
ar, né tignir, né hið yfirstandandi, né hið
ókomna, né kraftur, né hæð, né dýpt, né nokk-
ur önnur skepna muni geta gjört oss viðskila
við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú
Drottni vorum.“ „Því að eigi er heldur annað
nafn undir himninum, er menn kunna að
nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.“
(Róm. 8, 35. 38. 39; Post. 4, 12.)
Já, vinir, sigurinn er tryggður í Kristi. Líf
ykkar er falið í hans lífi — auðugt hér á jörðu
og eilíft í komandi heimi.