Bænavikan - 07.11.1959, Qupperneq 12

Bænavikan - 07.11.1959, Qupperneq 12
— 12 — er gefið þetta fyrirheit: „Hann skal búa uppi á hæðunum; hamraborgirnar skulu vera vigi hans; brauðið skal verða fært honum, og vatnið handa honum skal eigi þverra.' Jes. 33, 16. 1 krafti þessa fyrirheitis munu börn Guðs lífi halda.“ D. of A. 121, 122. Lestur fyrir þriðjudaginn 10. nóvember 1959. * mínir ættmenn^ EFTIH LOUIS B. REYNOLDS ritstjóra Message Magazine. Kulnuð aska viðskipta- og skemmtanalífs- ins virðist hafa kæft loga sameiginlegrar til- beiðslu í heimilinu á okkar dögum. En um leið og heiðarleiki og trúmennska fer þverr- andi meðal almennings, eigum við, sem erum fylgjendur Krists, fremur en nokkru sinni fyrr að vera „farbrautarbætendur". Fyrir nokkrum árum fór fram athugun á því, hve margar fjölskyldur iðkuðu heimilis- bænagjörð. Voru spurningaeyðublöð send til meðlima 150 venjulegra safnaða Lúterskrar trúar, en það er almennt álit, að þeir hafi hvað mestan áhuga fyrir fjölskyldubæn. Ná- kvæmar niðurstöður bárust frá söfnuðunum víðsvegar í landinu: amerískum söfnuðum og söfnuðum, þar sem erlend mál voru töluð; jafnt gömlum og rótgrónum söfnuðum og ný- stofnuðum trúboðs- og prédikunarstöðvum. Fyrsta spurningin á spurningaeyðublaðinu var þessi: „Hafið þið fjölskyldubænagjörð í heim- ili ykkar?“ Af þeim, sem svöruðu, viðurkenndu 60 af hundraði, að Biblían væri ekki lesin reglulega í heimilinu og f jölskyldubæn aldrei beðin. Aðrar skýrslur sýna, að þetta er mjög hátt meðaltal. Kirkjudeild á Long Island (frb. long æland) lét til dæmis fara fram athugun á því, hve margir bæðu Guð í heimilinu, og mikill hluti aðspurðra játaði, að sambæn færi fram „einu sinni á dag eða sjaldnar". Þó að við, sem erum meðlimir safnaðar Sjö- unda-dags aðventista, lítum á þessa vanrækslu sem merki um hnignun í nútímalífi, sem sögð er fyrir í Biblíunni, vekur það undrun okkar að heyra marga hugsandi menn, sem ekki eru í okkar hóp, taka í sama streng og blaðið The Wall Street Journal, er birti eftirfarandi árið 1921: „Það sem Ameríka þarfnast ... er end- urnýjung guðrækninnar, sem foreldrar okkar áttu, þeirrar guðrækni, sem áleit það borga sig að nema staðar til bænagjörðar fyrir morg- unverð mitt í uppskerutímanum og hætta störfum á fimmtudögum bæði innan húss og utan hálftíma fyrr en venjulega til þess að geta farið á bænasamkomu. Þörf okkar í dag er að losna við annir og fégræðgi þessa lands, bæði í smáu og stóru, dýrkun fagurra húsa og stórra jarða, hárra stétta og mannvirðinga í þjóðfélaginu." John G. Paton, kristniboði á Suðurhafseyj- um, hefur sagt frá, hve mikla blessun hann hlaut af þeim sið föður síns að halda fjöl- skyldubæn í litla húsinu með stráþakinu, sem hann kallaði heimili sitt. Hann talar um þetta í ævisögu sinni, (John G. Paton, Kristniboði á IMýju Hebridseyjum, sjálfsævisaga, bls. 20, 21), á eftirfarandi hátt: „Og þannig hófst . . . þessi ágæti siður fjölskyldubænagjörðarinn- ar kvölds og morguns, sem faðir minn iðkaði líklega án nokkurrar undantekningar þar til hann lá banaleguna, sjötíu og sjö ára gamall,

x

Bænavikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.