Bænavikan - 07.11.1959, Side 21

Bænavikan - 07.11.1959, Side 21
— 21 í Inka Sambandsráðinu, þar sem útbreiðslu- starfsemi fór fram, jókst aðsókn úr 320 manns á fyrsta kvöldi í 1400 manns. Andstaða brauzt út og leigusamningnum á samkomusalnum var riftað, þegar við lá, að byggingin yrði sprengd í loft upp. Betri staður var fenginn, og sam- komurnar sækja 1600 manns. Búizt er við, að 200 verði skírðir, þegar samkomunum lýkur.“ Skýrslur af nýjum sigrum aðventboðskapar- ins berast frá löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafs. R. H. Hartwell ritari Deildarráðsins í Austurlöndum nær segir: „Fyrir u. þ. b. einu ári settist br. Farris B. Bishai að í Port Said í Egyptalandi, og nú þegar hafa sjö verið skírðir á þesusm nýja stað. í Austur-Miðjarðarhafs Sambandsráð- inu er meðlimatala hvíldardagsskólans helm- ingi hærri en tala skírðra meðlima. Margar nýjar kirkjur hafa verið byggðar og aðrar eru í smíðum, svo að nú höfum við fastan sama- stað í hverju landi, þar sem starfsmaður dvelst. A. m. k. 60 dýrmætar sálir voru skírðar í þessu starfssvæði meðan ógnir geisuðu og flestar tilraunir okkar til útbreiðslustarfs voru hindraðar." Hrífandi skýrslur koma frá Suður-Asíu, þar sem ritari deildarinnar, Duane S. Johnson, sefir frá, hvernig Hindúar, Múhameðstrúar- menn og fjöldi annarra hlýði með athygli á prédikun boðskaparins. Árangur þessa er, að fjölmargir persónulegir sigrar hafa unnizt á gömlum venjum og andstæðum áhrifum. Hr. Kholi, sem er Hindúi, nam staðar við auglýs- ingu um biblíulega fyrirlestra Aðventista í Delhi. Það hafði mikil áhrif á hann að lesa bindindisrit, sem hann fékk við innganginn. Hann bað um frekari fræðslu, og loks ákvað hann að hætta tóbaksreykingum. Því næst langaði hann til að hjálpa bróður sínum. „Thakur Singh,“ sagði liann, „þú getur hætt við þennan vonda sið að reykja sex pakka af vindlingum á dag. Hér er svarið.“ Mikil líkam- leg og andleg barátta fór nú í hönd, en Thakur Singh vann einnig sigur. Brátt urðu margir vinir þeirra áhugasamir fyrir bindindismál- um. Þeir urðu svo ákafir, að hver þeirra reit eið með sínu eigin blóði um að reykja ekki oft- ar. Guð heiðraði hugrekki þeirra og gaf þeim sigur. Ung hefðarkona í Indlandi kom til kirkju gegn vilja föður síns. Hann setti sig sér í lagi upp á móti því, að hún fengi frí á hvíldardög- um í læknaskólanum, og skrifaði háttsettum manni bréf, þar sem hann réðst harðlega gegn henni og trú hennar. Þegar hún frétti þetta, skrifaði hún ráðherra landsins bréf og sagði: ,Tilgangur bréfs míns er sá að votta, að söfn- uður Sjöunda-dags aðventista hefur aldrei reynt að koma mér til að snúa baki við föður mínum eða vanvirða hann. Af fullkomlega frjálsum vilja og samvizku minnar vegna, fylgi ég því, sem ég álít rétt vera. Ég ætti að hlýðnast foreldrum mínum, en þegar vilji föður míns og Guðs stangast á, verð ég að hlýða Guði.“ Rúmlega 2000 manns voru skírðir í Suður- Asíu árið 1958. Vissulega er Guð að verki í þessu erfiða starfssvæði. Norður-Evrópudeildin er umfangsmikið starfssvæði, sem nær yfir mörg Evrópulönd og landssvæði í Afríku. Hér sem annars staðar vinnur fagnaðarerindi Guðs mikið á. Fjöl- mennasta skírnin í sögu safnaðarins í Irlandi, fór fram í Belfast, þegar 56 sálir vottuðu op- inberlega trú sína með þessari helgu athöfn. Ennfremur skýrir ritari þessarar deildar, G. D. King, frá eftirfarandi atriðum starfs- ins í þessu svæði: „í Etiópíu hefur mikil andleg vakning átt sér stað, og hefur tala meðlima okkar aukizt um helming síðan 1954. Fyrir stuttu voru þrjár skírnarathafnir haldnar, og voru rúml. hundrað skírðir í hvert sinn, eða 143, þegar flest var. Fyrir nokkrum árum höfðum við ekki nema nokkur hundruð meðlimi í Vestur-Afríku, en nú eru 20.000 skírðir meðlimir þar, og tala hvíldardagsskólameðlima er u. þ. b. 52.000. Séra A. J. Dickay þjóðarleiðtogi starfs okkar í Austur-Nígeríu segir, að 15 nýir söfnuðir hafi myndazt á einu ári og rúml. 158 ju-ju brennur haldnar, sem sýni hvernig ljós fagn- aðarerindisins brjótist gegnum myrkur galdra og heiðni.“ W. Duncan Eva, ritari Suður-Afríku Deild- arráðsins, skrifar eftirfarandi: „168.066 skírðir meðlimir í Suður-Afríku og 272.084 hvíldardagsskólameðlimir senda bræðrum sínum víðs vegar í heiminum kveðju sína í tilefni hinnar árlegu Bænaviku. „Mikil breyting á sér stað í Afríku. Þjóð-

x

Bænavikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.