Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 30
— 30 —
um sem „konungur konunga og Drottinn
drottna." Jehóva Immanúel „mun þá verða
konungur yfir öllu landinu; á þeim degi mun
Drottinn vera einn og nafn hans eitt.“ „Tald-
búð Guð er meðal mannanna, og hann mun
vera með þeim, Guð þeirra.“
En Jesús sagði, að áður en hann kæmi,
mundi fagnaðarboðskapurinn um ríkið verða
prédikaður um alla heimsbyggðina til vitnis-
burðar öllum þjóðum.“ Ríki hans kemur ekki
fyrr en gleðitíðindin um náð hans hafa borizt
til alls heimsins. Þess vegna flýtum við fyrir
komu ríkis hans með því að gefast honum
sjálf og vinna aðra fyrir ríki hans. Þeir einir,
sem helga sig þessari þjónustu og segja: „Hér
er ég, send þú mig“ til að opna augu blindra
og snúa mönnum „frá myrkri til ljóss frá
valdi Satans til Guðs,“ geta beðið af hjarta:
„Komi ríki þitt.“ (Review and Herald, 14. nóv.
1912.)