Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Side 11

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Side 11
9 er 110 eða hærri, sluili Lífeyrissjóður íslands greiða 30% af heildar- upphæð ellilauna og örorkubóta í II. flokki. Þetta þýðir í fyrsta lagi nokkra hlutfallslega hækkun á framlagi Lífeyrissjóðs frá þvi, seni verið hefur. í öðru lagi, að nú geta sveitar- lélögin fyrir fram reiknað út, þegar þau ákveða úthlutunina, hve mikinn hluta hennar Lífeyrissjóður muni greiða, og er það vitanlega mikils virði fyrir þau. Loks er með þessu tryggt, að Lífeyrissjóðurinn tekur jafnan fullan j)átt í hækkunum vegna dýrtíðarinnar, auk þess sem liundraðshluti sjóðsins hækkar. Ríkissjóður endurgreiðir Lífeyrissjóði íslands þann hluta af fram- lagi hans, sem er umfram það, sem ákveðið var i alþýðutryggingar- lögunum, áður en breytingin var gerð. Á vetrarþinginu 1941 voru samþykkt lög nr. 56 27. júní Í94Í, um uiðaiikn við og breijtingar á lögum um alþýðutrijggingar. Koma þau í stað laga nr. 73 7. maí 1940 (sjá hér að framan). Aðalatriði laganna eru j)essi: Ákveðið er, að greiddar skuli uppbætur á slysabætur í samræmi við vísitölu kauplagsnefndar, meðan hún er 110 stig eða hærri. Hámarksframlag ríkissjóðs og sveitarsjóða, sem ákveðið er í al- ])ýðutryggingarlögunum 10 kr. á meðlim á ári, skal hækka í samræmi við vísitöluna í lok hvers ársfjórðungs. Enn fremur er tekjuhámaxk það, sem er skilyrði fyrir að njóta sjúkrasamlagshlunninda gegn einföldu gjaldi, hækkað til samræmis við vísitöluna. Þá er ákveðið, að Lífeyrisjóður Islands skuli greiða 30% af heildar- ui)])ha'ð ellilauna og örorkubóta í II. flokki (sjá hér að framan). Ákvæðunum um lífeyrissjóðsgjöldin er breytt þannig, að persónu- gjaldið er innheimt með viðauka í samræmi við vísitöluna 1. apríl það ár, sem gjaldið er á lagt, og nánar tilgreint, hvernig reikna skuli út tekju- skattsviðaukann, sem rennur í Lífeyrissjóð. Loks eru framlengd ákvæði laganna frá 7. maí 1940 um, að ríkissjóð- ur beri kostnaðinn af hinu aukna framlagi Lífeyrissjóðs til ellilauna og' örorkubóta. Þá eru tvenn lög, sein snerta stríðsslysatrygg'ingu sjómanna, lög nr. 76 27. júni 1941, um bregting á lögum um striðsslgsatrggging sjómanna, og lög nr. 95 9. júlí 1941, um bregting á lögum um Stríðstrgggingarfélag islenzkra skiþshafna. Með lagabreytingum þessum er tryggingin látin ná lil skipshafna á öllum íslenzkuin skipum fjögra rúmlesta (brúttó) og stærri (í stað 12 áður). Iðgjöldin fyrir þau fiskiskip, sem eingöngu stunda fiskveiðar við strendur landsins og sigla ekki milli landa, eru ákveðin 4 kr. fyrir hvern trygg'ðan skipverja á viku, en ríkissjóður greiðir afg'ang iðgjaldsins. Var þetta ákvæði sett til þess að létta undir með hinum smærri skipum. Þá eru tryggingar þeirra, sem sigla til útlanda, hækkaðar allmikið. Auk þeirra dánar- og' örorkubóta, sem áður höfðu verið lögboðnar (sjá bls. 8), er útgerðarmönnum farskipa og annarra skipa, ef þau sigla 2

x

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins
https://timarit.is/publication/1877

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.