Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Blaðsíða 15
Ef litið er á sjúkrakostnað vegna slysa frá ári lil árs, sést, að hann
fer síhækkandi:
1937 nam hann kr. 51,86 á hvert slys
1938
1939
1940
80,94 -
94,19 -
107,20 -
í sjúkrakostnaði er fólgin læknishjálp, sjúkrahúsvist, lyf og um-
l.'úðir, röntgenmyndir, sjúkraflutningar o. fl. Hér er aðeins reiknað með
slysum, sem gáfu tilefni lil dag'peningagreiðslu, þ. e. dánarslys ekki talin
með, því að fæst þeirra hafa valdið nokkrum sjúkrakostnaði.
Ekki er hægt að skýra að svo stöddu hina miklu aukningu sjúkra-
kostnaðar, og þarf það mál að rannsakast gaumgæfilega. Að vísu mun
nokkuð stafa af aukinni notkun röntgenmynda lil að fá sem nákvæm-
asta sjúkdómsgreiningu og sem bezta vitneskju um, hvernig horfi um
batann síðar, t. d. þegar um beinbrot er að ræða. Lyf og umbúðir hafa
hækkað mikið eftir að stríðið hófst, einkum þó á árinu 1940. Sjúkra-
húsataxtar hafa einnig hækkað, og jafnframt því, sem hinir slösuðu
eíga lengur í afleiðingum slysa, verða jieir t.íðari gestir hjá læknum, og
eykur það kostnað við læknishjálpina. Öll þessi atriði þarf þó að
rannsaka nánar.
Aukning dagpeninga á hvert slys og aukning sjúkrakoslnaðar sýnir
miður æskilega þróun. Þarf slysatryggingin að vera vel á verði gegn
tryggingarsjúkdómum, sem ekki eru bein afleiðing slysanna sjálfra,
heldur trygginganna.
Árið 1939 gerði höfundur athugun á því, hversu slysatryggðum mönn-
um gengi að batna eftir beinbrot hér á landi. Sú athugun sýndi, að bat-
inn virtist koma síðar en eðlilegt geti talizt, einkum í Reykjavík. Niður-
stöðurnar eru birtar í 6. tbl. Læknablaðsins 1939. Þar var þeirri hug-
mynd hreyft, að æskilegt væri að stofna æfinga- og vinnustofnun fyrir
slasaða menn.
Yrði þá lögð áherzla á, að slasaðir menn væru látnir starfa eitthvað
við sitt hæfi, strax og þeir gætu. Þeim yrðu greidd lílils háttar laun fyrir
starf sitt, er færu hækkandi með vaxandi starfsgetu. Jafnframt fengju
þeir dagpeninga, er færu lækkandi, þó þannig, að mennirnir bæru meira
úr býtum ineð þessu móti en með því að njóta dagpeninga einna saman.
Á þennan hátt væri lögð áherzla á vinnugetuna sem verðmæti, en ekki
dagpeningana. Tryggingarsjúkdómar eru eina hættan, sem fylgir slysa-
tryggingu, og ber þvi að keppa að því að bægja þeim frá hinum tryggðu.
Æskilegt væri, að sérstök slysadeild væri rekin hér í sambandi við
Landspítalann, er annaðist lækningu slasaðra manna i Reykjavík að
fullu, bæði þeirra, er þurfa að liggja í sjúkrahúsi, og þeirra, er ferlivist
hafa. Slík deild þyrfti að eiga á að skipa færum handlækni, er annaðist
t. d. öll beinbrot og framhaldslækningu þeirra. Nuddlækninga- og
æfingastofnun þyrfti að starfa í sambandi við deildina, en síðan tæki
við vinnustofnun. Þá væri æskilegt, að deildin gæti annazt aðgerðir til