Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Blaðsíða 18

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Blaðsíða 18
1G (berklaveiki, geðveiki o. fl.) og ber sjálft raestan hluta kostnaðar. Fer j)ar saman umhyggja fyrir þjóðarheildinni og einstaklingnum. Eigi verður þó sagt, að hið opinbera hafi fylgt þessari stefnu svo, að allir þegnarnir hafi notið sama réttar eða aðstöðu til að leita sér læknis- lijálpar með sambærilegura kjörum. Læknishéruðin eru rajög raisstór að fólksfjölda; rainnstu héruðin hafa 400—500 íbúa, en hið stærsta, Reykjavík, nálega 40000 íbúa. Það er óþarft að geta þess, að héraðs- læknirinn í Reykjavík og héraðslæknarnir í stærstu kaupstöðunum geta hvergi nærri annað því að veita héraðsbúura nauðsynlega læknishjálp, og er nú unnið að því, að takraörkuð verði sera raest lækningastarfsemi þeirra, en í stað þess fáist þeir helzt eingöngu við embættisstörf, er raiði að almennri heilsuvernd og hvers konar heilbrigðiseftirliti. Af þessu leiðir, að það er dauður bókstafur fyrir tæplega helming' landsraanna, að þeir hafi aðgang að læknuni gegn greiðslu eftir opin- berri gjaldskrá. Þeir verða því að leita sér lækriishjálpar hjá starfandi læknum, sera hafa engin föst laun, og er sú læknishjálp að ínun dýrari. Að vísu hefur hið opinbera sett gjaldskrá fyrir alraenna, starfandi lækna, og er hún 50% liærri en gjaldskrá héraðslækna. Læknar hafa verið tregir lil að viðurkenna réttraæti slíkrar lögbindingar kaupsins. En jafnvel þótt starfandi læknar færu eftir þessari gjaldskrá, er hjálp þeirra 50% dýrari en héraðslæknanna, og verða þvi íbúar stærstu kaup- slaðanna fyrir augljósu misrétti í sainanburði við aðra þegna landsins. Enda þótt ríkisvaldið hafi gert injög mikið til að tryggja þegnunum læknishjálp, hefur eitt mikilvægt atriði setið á hakanum lil þessa, en það er löggjöf um almenn sjúkrahús. Að vísu annast ríkið sjálft veiga- niikinn sjúkrahúsarekstur, en aðallega vegna sérstakra sjúkdónia, og er því áður lýst. Einnig eru til lög og reglur, er kveða á um, hvernig sjúkra- hús skuli úr garði gerð lil þess, að þau séu viðurkennd hæf til að veita viðtöku sjúku fólki, en eng'um er lögð sú skylda á herðar að reisa þau eða reka. Læknishjálp í sjúkrahúsura er þó jafnan sú teg'und læknis- hjálpar, sein mest ríður á, að fólk eigi kost á að leita, og getur það raunar stundura ráðið lífi eða dauða. Sjúkrahúsvist er dýr, og því dýrari sein hún er lengri, en jafnframt því verður tjónið vegna atvinnumissis þung- bærara og geta einstaklingsins rainni til að standast kostnaðinn af eigin rammleik. Eigi verður sagt, að fálæti hins opinbera varðandi almenn sjúkrahús hafi komið að sök, ef ræða skal sjúkrahúsakostinn. Sjúkrarúm í sjúkrahúsum landsins eru uiri 1100 talsins, og keraur þá nálega 1 rúm á hvert hundrað landsmanna. Ríkið rekur um helming rúmanna (47%), sveitarfélög um 30%, en um 23% eru einkastofnanir, aðallega í eign kaþólskra nunnureglna. Ura 43% rúmanna koma á sjúkrahús fyrir sér- staka sjúkdóma, en 57% á almenn sjúkrahús og sjúkraskýli. Allmörg sveitahéruð og önnur fámenn læknishéruð eiga sjúkraskýli eða sjúkra- hús til að sjá borgið brýnustu þörfum héraðsbúa. Allir kaupstaðir lands- ins, nema Reykjavik, Hafnarfjörður og Akranes, eiga og reka sjúkra-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins
https://timarit.is/publication/1877

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.