Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Síða 16

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Síða 16
14 lagfæringar á bækluðu fólki fyrir örorkutrygginguna, í því skyni að draga úr örorku þess. Eftir slíkar aðgerðir er jafnan mikil þörf æfinga- og vinnulælcninga, og gæti þetta tvennt því vel samrýmzt, enda brýn þörf á hvoru tveggja. Sj úkratry ggingin. Síðustu 50 árin hafa stór skref verið stigin í heilbrigðismálum þjóð- arinnar, eigi síður en á mörgum sviðum öðrum. Hér verður sú saga eig'i rakin, en þó þykir hlýða að athuga í megindráttum, að hve miklu leyti og á hvern hátt hið opinbera — ríki og sveitarfélög — leitast við að vernda heilsu og' líf þegnanna, ýmist með heilsuvernd einni saman eða beinum aðgerðum til að lækna sjúkdóma jafnframt. Slík athugun sýnir Ijósast, upp úr hvaða jarðvegi löggjöfin um alþýðutryggingar er sprottin, en jafnframt stefnuna i heilbrigðismálum þjóðarinnar almennt. Skal nú fyrst lilið á þær ráðstafanir, er lúta að heilsuvernd einni saman. Samkvæmt almennum sóttvarnarlögum er yfirvöldum ætíð skylt að gera ráðstafanir til varnar gegn því, að skæðar erlendar sóttir berist lil landsins, þ. e. pest, austurlenzk kólera, bólusótt, dílasótt, blóðkreppu- sótt og gul hitasótt. En samkvæmt sömu lögum er einnig heimilt að beita opinberum sóttvörnum gegn útbreiðslu ýmissa annarra farsótta, svo sem inflúenzu, mislingum, skarlatssótt, barnaveiki, kikhósta, taugaveiki, blóðsótt, hettusótt, heilasótt, mænusótt og fleiri sjúkdómum. Séu opin- berar sóttvarnir fyrirskipaðar, ber ríkinu að greiða allan kostnað við þær og heftingu á útbreiðslu sóttanna, ef þær berast á land. í Reykja- vík skal vera sóttvarnarhús fyrir allt landið, og sé það rekið á kostnað ríkisins. Auk þessara varna, sem miðaðar eru við erlendar sóttir, eru í gildi sérstök sóttvarnarlög, sem beint er gegn einstökum, ákveðnum sjúkdóm- um. Má þar nefna lög um bólusetningar, lög urn varnir gegn berkla- veiki, lög um einangrun holdsveikra, lög um varnir gegn kynsjúkdóm- um, lög um varnir gegn sullaveiki, er heimila að takmarka eða banna hundahald í kaupstöðum og kauptúnum, lög um varnir gegn iniltis- brandi, er heimila bann við innflutningi ósútaðra skinna og húða, og loks lög um varnir gegn því, að gin- og klaufaveiki (snifa) og aðrir ali- dýrasjúkdómar berist til landsins. Þá má nefna ýmsar aðrar ráðstafanir, er miða að almennri heilsu- vernd. Heilbrigðisreglugerðir eru settar og reynt að framfylgja þeirn í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sjúkdóma og bæta heilbrigðisástand al- mennings. Skottulækningar eru bannaðar með lögum. Auglýsingar lyfja og lækningatækja eru bannaðar, nema fyrir læknum. Eigi má reka sjúkrahús né neins konar heilbrigðisstofnanir, nema heilbrigðisstjórnin telji þær fullnægjandi og veiti til þess leyfi. Þá má loks nefna lög um eftirlit með matvælum og öðrum neyzluvörum, er eiga að tryggja lands- mönnum sem hollasta og bezta vöru.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins
https://timarit.is/publication/1877

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.