Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Side 23

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Side 23
21 Læknar óskuðu undantekningarlaust ei'tir samningum, þar sem greiðsla kæmi fyrir hvert unnið verk. Stjórnir samlaganna óttuðust, að kostnaðurinn við læknishjúlpina vrði samlögunum ofviða með því móti, einkum á þeim stöðum, þar sem margir læknar voru. Iðgjöldin varð að ákveða við hæfi almennings, og stjórnir samlaganna stefndu að þvi, að sem mestur liluti útgjaldanna vrði þannig ákveðinn, að likleg't væri. að iðgjöldin hrykkju til. Því var það, að samlögin gerðu samninga við lækna í fjölmennustu bæjunum yfirleitt á þeim grundvelli, að ákveðið árgjald rynni til lækna fyrir hvern samlagsmann í réttinduin. Eru þeir samningar með ýmsu móti eftir staðháttum, og samanburður á hagkvæmni samninganna næsta erfiður. Kostnaður samlaganna við læknishjálp mótast ekki einungis af samn- ingum við lækna, en einnig af aðstöðuinun meðlimanna til að Ieita al- mennra lækna og' sórfræðinga, ýinist innan eða utan samlagssvæðis, og greiðsluákvæðum samþykktanna varðandi slíka læknishjálp. Ivostnaður við alla læknishjálp utan sjúkralnisa hefur verið sem hér segir að meðaltali fyrir öll sainlögin: 1937 ............. kr. 10,92 á me'ðlim 1938 ............... — 10,91 - — 1939 ............... — 10,77 - 1940 ............... — 16,49 - — Yfirlitið sýnir, að þessi koslnaðarliður hefur farið lækkandi að krónutali frá ári til árs. Ef athugað er, hve miklum hundraðshluta öii læknishjálp utan sjúkrahúsa hefur nuniið á sama tíma af ölluin útgjöld- um samlaganna, er niðurstaðan þessi: 1937 ................ 27,40 % 1938 ................ 26,61- 1939 ................ 27,02 — 1940 ................ 25,36 — Það er eftirtektarverl, að afnám fjórðungsgjaldsins hefur ekki sýni- ieg áhrif til hækkunar í för með sér, og niun það meðal annars stafa af hagkvæmari og víðtækari samningum við lækna að öðru leyti. Lyf- Þriðja skylda sainiaganna er að greiða lyf vegna meðlima sinna. í fyrstu var ákveðið, að þau skyldu greidd að fullu á sjúkrahúsum, og er svo enn, en að % utan sjúkrahúsa. Lyf á sjúkrahúsum eru talin með sjúkrahúskostnaði, og' verður eigi nánar rætt um þau. Aðstaða samlaganna til samninga við lyfjabúðir er næsta litil, því að verð er ákveðið á flestum Iyfjum með opinberri verðskrá. Lyfjakostn- aður samlaganna hefur frá upphafi verið mjög mikill, og hefur trygg'- ingarstjórnin gert ýmisleg't til að draga úr þeiin kostnaði, án þess að missa sjónar á öryggi hinna tryggðu í þeim efnum.

x

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins
https://timarit.is/publication/1877

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.