Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Síða 29

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Síða 29
27 heildargreiðslan nema 720- - 840 þús. kr. árlega, eða svipaðri fjárhæð og ríkið eitl ver lil almennrar barnafræðslu í landinu. Ríkið ver nú ár- lega um 220 þús. kr. til að launa uin 50 héraðslækna á venjulegum tím- um, og yrði því að bæta við 500—620 þús. kr. á ári. Mætti lækka fram- lög ríkis og' bæjar- eða sveitarfélaga til sjúkratryg'ginga um þá fjárhæð. Með þessu skipulagi ynnist, að allir landsmenn ættu greiðan aðgang að læknum með sömu kjörum, og væri þá bætt úr því misrétti, sem áður er lýst. Gera yrði áætlun um, hvað Iiæfilegt væri, að margir íbúar kæmu á hvern lækni að meðaltali i kaupstöðunum og dreifbýlinu, og væru þá ekki launaðir fleiri læknar á hverjum stað en sem því svaraði. Ef grunn- laun lækna yrðu eitthvað svipuð því, sem hér hefur verið nefnt, má ætla, að hin opinbera gjaldskrá, sem embættislæknunum bæri að fara eftir, þyrfti ekki að vera hærri en svo, að hún vrði aðeins heilbrigður heinill, en ekki ofviða almenning'i. Sjálfsag't virðist, að styrkur til að vit ja læknis um langan veg haldist framvegis. Ef horfið yrði að þessu ráði, væri skipun keknamálanna falin opin- herri forsjá, en það kæmi í hlut fólksins að greiða iðgjöld til tryggingar á sjúkrahúsvist og lyfjum. Sé gert ráð fyrir, að sjúkratrygg'ingarnar nái til allra landsmanna, en að því ber að keppa sein allra fyrst, er að vísu aug'ljóst, að verulegur afgangur vrði af hinu opinbera framlagi, þegar búið væri að greiða læknunum. Svo sem fyrr getur, var framlagið um 083 þús. kr. árið 1940, og náði tryggingin þá til náleg'a helmings lands- manna. Engar Iíkur eru til, að framlagið mundi hækka hlutfallslega, eða um helming, þótt allir landsmenn yrðu sjúkratryggðir. En það mundi hækka nokkuð, og mismunurinn á því og læknalaununum rynni til að létta undir með landsmönnum við tryggingu sjúkrahúsvistar og lyfja. Iðg'jöld almennings til að tryggja sjúkrahúsvist yrðu að vera breyti- leg eftir staðháttum, t. d. sjúkrahúsakosti á hverjum stað, og reynsla sú, sem íengizt hefur undanfarin ár, gefur mikilvægar bendingar i því efni, en nákvæm áætlun um þau skal ekki gerð hér. Skal nii farið nokkrum orðum um tryg'gingu á lyfjum. Lyfjanotkun er orðin óskynsamlega mikil, og það er tæplega rétt að gera fólki að sltyldu að tryggja sér nema nauðsynlegustu lyf, sem kunn eru að því að gera verulegt gagn. En þau lyf eru í rauninni ekki mjög mörg, og er ólíklegt, að i'ðgjöld vegna tryggingar á þeim þyrftu að vera hærri en 3—4 kr. á trygging'ar- skyldan mann á landinu. Nauðsynlegt væri að gefa út skrá um lyf þau, er sjúkratryggingarnar greiddu, lyfsölum og læknum til leiðbeining'ar. Eðlilegast væri, að Tryggingarstofnun ríkisins annaðist rekstur sjúkratrygginga á þessum grundvelli, á líkan hátt og hún annast rekstur slysatryggingar fyrir allt landið. Hún hefur spjaldskrá um alla menn á landinu, sem eru á tryggingarskyldum aldri, vegna Lífeyrissjóðs ís- lands. Tryg'gingariðg'jöldin mætti innheimta ásamt lífeyrissjóðsgjaldinu. Tryggingarstofnunin gæti árlega fengið skrá um vanskilamennina frá sýslumönnum og héraðsdóniurum, sem víðast hvar annast innheimtuna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins
https://timarit.is/publication/1877

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.