Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Side 30

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Side 30
28 Vanræksla á greiðslu iðgjalda fyrir áraniót, inundi hafa í för með sér missi réttinda lil sjúkrahiisvistar og lyfja á kostnað sjúkratryggingar- innar næsta ár, eða þangað til áfallin iðgjöld væru greidd. Einnig væri rétt að heimila embættislæknunum hærra taxta gagnvart þeim, er eigi gætu sýnt greiðsluskírteini fyrir næsta ár á undan, svo að einnig það skapaði aðhald, því að líklegt má telja, að útgjöld vegna sjúkrahúsvistar vanskilamannanna mundu lenda á bæjar- og' sveitarfélögum, ef út af hæri. Tryggingarstofnunin gæti með litlum tilkostnaði séð um, að eigi væri greiddur sjúkrahúskostnaður og lyf annarra en þeirra, sem standa í skilum með iðgjöld sín, og í þeim mæli, er sjúkratryggingarlögin lieiinila. Sjúkratryggingar með þessu sniði stefndu að því, að landsmenn tryggðu sér það eitt, sem nauðsynlegast er og mest útgjöld fylgja, svo sem sjúkrahúsvist. Það getur orkað tvímælis, hvort skyldutrygging á að vera víðtækari en þetta. Það skal játað, að nokkuð væri dregið úr fríð- indunum frá því, sein nú er, þar sem gert er ráð fyrir nokkurri greiðslu til lækna fyrir hvert unnið verk og naumari lyfjatryggingu. En á móti þessu koma ýjnsir kostir. Landsmenn gætu leitað nálega hvaða læknis sem væri, hvar sem þeir væru, og' ávallt notið sömu hlunn- inda, þ. e. læknishjálpar gegn vægri greiðslu samkvæmt. opinberri gjald- skrá, hjá þeim læknum, er helzt skyldi í samræmi við eðli sjúkdómanna. Reksturskostnaður slíkra tryg'ginga yrði svo lítill, að veruleg fjárhæð yrði þess vegna kyrr í pyngju hinna tryggðu, og gætu þeir síðan varið henni til að greiða aukagjöldin. Slíkur sparnaður á rekstrinum, ásamt takmörkun fríðindanna, hefði í för með sér milda lækkun iðgjalda, en einnig þetta stuðlaði að því, að meira fé yrði aflögu til aukagreiðslnanna. Starfskraftar læknanna yrðu betur skipuiagðir í þágu landsmanna. Dugur einstakra lækna fengi nolið sín á heilbrigðara hátt en kleift er víða með því skipulagi, sem nú er, en það yrði bæði fólkinu og lækna- stéttinni til góðs. Loks gæti fólkið stofnað til frekari tryggingar á frjáls- um grundvelli, ef því sýndist svo. Útg'jöld hins opinbera til sjúkratrygg- inga þyrftu ekki að aukast frá því, sem nú er, nema í samræmi við fjölgun manna í tryggingu, en með samþykkt tryggingarlaganna hefur löggjafinn sýnt vilja sinn í því efni. Vera má, að ýmislegt í hugmynd þessari fái eigi staðizt gagnrýni, en slíkt er ekki tiltökumál, því að sjúkratryggingarmálin eru flókin viðfangs og hafa einnig reynzt það öðrum þjóðum. En þeim mönnum, sem að þessum málum vinna, ber skylda til að benda á allt, sem aflaga fer eða stefnir rangt, og leita að ráðum til úrbóta. Enguin blandast hugur um, að sjúkratrygg'ingar eru eitt hið mesta nauðsynjamál og að málefni og aðferðin til að leysa málefni er sitt hvað. Ef þessar hugleiðingar gætu í einhverju atriði orðið til jiess að jioka lausn sjúkratryggingarmálsins örlitlu nær liinu æskilegasta marki, miðað við staðhætti hér á landi, eða vakið aðrar hugmyndir, er gerðu það, er tilganginum náð.

x

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins
https://timarit.is/publication/1877

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.