Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Page 36

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Page 36
34 Einn liður er enn þá ekki athugaður, en það er atvinnuleysið. A hinn bóg'inn má gera ráð fyrir nokkurri fjölgun tryggingarskyldra frá 1930 til 1932. Ef lagt er til grundvallar 15 500 tryggingarskyldir menn 1932, verður meðaltryg'gingartíminn 24 vikur á ári. Með sama hlutfalli ætti tryggingin að hafa náð til: árið 1932 15 500 — 1933 18 300 — 1934 19 400 — 1935 19 800 árið 1930 20 200 — 1937 22 600 — 1938 24100 — 1939 28 200 Þessar tölur gefa nokkra hugmynd um þróunina, en á hinn bóginn má alls ekki líta á þær sem örug'gar upplýsingar uin starfsmannafjölda við tryggingarskyldan atvinnurekstur, og stafar það, auk þess sem áður segir, m. a. af því, að vinnuvikuútreikningnum var breytt 1936, og að það eftirlit, sem nú er með framtali, er orðið nákvæmara en það var 1932. Framfærendur voru alls taldir á landinu 1930 50 072, og ætla má, að þeim hafi fjölgað tii 1939 upp i ca. 56 000. Ef slysatryggingin nær til 28 200, er það um 50%, en að öllu athuguðu verður að lelja líklegra, að slysatrygg'ingin nái í mesta lagi til um 40% allra framfærenda, enda er fjölgunin um 4000 árið 1939 næsta óeðlileg, þar sem tryggingarsviðið víkkar ekki svo mjög á þeim tíma. Að vísu bætast við tveir starfsflokkar, ]>. e. ræstivinna og rakaraiðn, en sú aukning ætti að vera innan við 500 manns. Skýringin á þessari aukningu hlýtur því að stafa að verulegu leyti af því, að starfstimi hvers einstalings hefur lengzt. Tafla 4 er um hætur slysatryggingarinnar frá 1904- 1940, þar af eru upplýsingar um tímabilið 1904—1930 teknar eftir ritgerð Halldórs Stefánssonar forstjóra um slysatrygginguna 1904--1930. Fram til 1928 nær slysatryggingin aðeins til sjómanna, en þá hefsl trygging annars verkafólks. Hlutfallsleg þýðing hvorrar greinar slysa- tryggingarinnar verður því að athugast með tilliti tii þessa. Bæturnar eru með fernu móti: dánarbætur, örorkubætur, dagpen- ingar og sjúkrahjálp, auk þess síðan 1938 kaup og fæðispening'ar til slasaðra sjómanna samkvæmt sjómannalög'unum, og teknir eru með undir liðnum „Dagpeningum". Samanhurður á tíinahilunum 1904—1930, 1931—1935 og 1936—1940 sýnir vaxandi þýðingu dagpeninga, en jafnframt lækkandi hlutfalls- legar dánarbætur, þótt þær að upphæð séu vaxandi. Dagpeningar voru 1904—-1930 10,3% af heildarbótum, 1931—1935 32,6% og 1936—1940 40,4%. Dánarbætur aftur á móti í sömu röð 82,6%, 42,9% og 35,8%. Örorkubæturnar fóru vaxandi fram til 1934, en síðan hafa þær stöð- ugt lækkað hlutfallslega, þótt heildarupphæðin hafi verið svipuð, en nj'r liður hætist við 1932, sem er sjúkrahjálpin. Orsökin til ])essara fyrirbrigða er tvímælalaust tvíþætt, annars vegar aukin dagpeningaréttindi, og fram til úrsins 1940 vaxandi öryggi á sjón-

x

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins
https://timarit.is/publication/1877

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.