Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Side 58

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1940, Side 58
56 Heildarskýrsla um úthliitun ellilauna og örorkubóta í kaupstöðum og hreppum árið 1940. Hér á eftir fer sundurliðuð skýrsla um úthlutunina árið 1940 í hverju einstöku sveitarfélagi á öllu landinu. Sést þar, hve mikið hvert einstakt sveitarfélag hefur lagt fram og hve miklu framlag Tryggingar- stofnunar ríkisins nemur á hverjum stað. Sem heild hafa framlög sveitarfélaganna og Tryggingarstofnunar ríkisins og vextir ellistyrktarsjóðanna verið eins og tafla 25 sýnir. Vextir ellistyrktarsjóðanna gömlu eru taldir með framlag'i Tryggingarstofn- unarinnar árin 1937—38 í samræmi við þágildandi lög, en árin 1939—40 eru þeir taldir sérstaklega. Tafla 25. Framlag Framlag' Vextir sveitarfélaga Tryggingarst. ellistyrktarsj. kr. kr. kr. Alls kr. 1937 550 805,33 391 614,75 942 420,08 1938 982 300,45 388 519,31 1 370 819,76 Aukaúthlutun 1938 ... 223 171,50 84 330,36 307 501,86 1939 1 019 771,04 403 825.58 89 001,69 1 512 598,31 1940 1 285 473,44 473 767,90 85 311,47 1 844 552,81 Framlag Tryggingarstofnunar ríkisins hefur samkvæmt þessu verið 41,55% af heildarúthlutuninni árið 1937, 28,34% árið 1938, 27,42% við aukaúthlutunina 1938, 26,70% árið 1939, ef vextir ellistyrktarsjóðanna eru ekki taldir með sem framlag Tryggingarstofnunarinnar, en 32,58%, ef þeir eru taldir með, og' loks 25,68% árið 1940, ef vextirnir eru ekki taldir með, en 30,31%, ef þeir eru taldir með. Árin 1939 og 1940 fór úthlutunin, eins og' fyrr segir, fram í tveimur flokkum. Árið 1940 var alls úthlutað í I. flokki kr. 298 901,29, þar af framlag Tryggingarstofnunarinnar kr. 99 652,54 og vextir ellistyrktar- sjóðanna kr. 85 311,47, en í II. flokki var alls úthlutað kr. 1 545 651,52, þar af framlag Tryggingarstofnunarinnar kr. 374 115,36. Um úthlutunina í II. flokki er þetta m. a. að segja (sjá töfluna hér á eftir): Á skýrslunni fyrir árið 1939 (sjá Árbók Tryggingarstofnunar ríkis- ins 1936—39 bls. 118) var bætt við sérstökum dálkum fyrir þá, sem nutu framfærslustyrks, auk ellilauna og' örorkubóta árið áður (þ. e. 1938). Á öllu landinu voru þetta 477 einstaklingar árið 1938 og’ nutu samtals kr. 244 975,96 í styrk. Árið 1939 voru styrkþegarnir ekki nema 244 en upphæðin alls kr. 104 054,91, og er það eftirtektarvert hve mjög þessar tölur báðar hafa lækkað. Er þessi þróun í samræmi við tilgang alþýðutryggingarlaganna, þar sem tekið er fram í 82. gr. þeirra, að út- hlutuninni skuli haga svo, að gamalmenni, sem ellilauna nýtur, þurfi ekki jafnframt að njóta sveitarstyrks. Var þetta ákvæði sett í lögin 1937. Síðan hefur sú venja verið að myndast að veita viðbótarellilaun eða ör-

x

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins
https://timarit.is/publication/1877

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.