Heimili og skóli - 01.03.1949, Síða 14

Heimili og skóli - 01.03.1949, Síða 14
34 HEIMILI OG SKÓLI Kennslustofan þarf að vera svo stór og nemendurnir svo fáir (ca. 16), að kennarinn geti fléttað inn í bóklega námið verklegar athafnir. Á því sviði sjá þeir helzt, að þeir geta líka af- kastað einhverju, verið til einhvers gagns. Á meðal telpnanna má sjá regluleg húsmóðurefni, sem hafa yndi af að halda öllu í röð og reglu í kennslustofunni, vökva gluggablómin o. þ. h., og drengirnir myndu með ánægju föndra með hníf eða útsög- unarboga og sjá árangur starfs síns. Lau gætu með stolti og gleði sýnt handavinnu sína, vel hirtan garðblett- inn sinn, steina- eða blómabeðið sitt o. s. frv. Þetta er það, sem skólinn getur gert fyrir þessi olnbogabörn sín, og þar með gert sitt til þess að forða þeim frá illum hvötum og óhollum athöfnum, með því einu að gefa þeim tækifæri til þess að hagnýta sína takmörkuðu starfsgetu á skynsamlegan og heiðar- legan hátt. Þessum börnum er annars mikil hætta á að lenda á afbrotabraut- um, og er það skiljanlegt. Þau eru full vanmáttarkenndar vegna ónógrar skólagetu sinnar, og vantar þá siðferðislegu stoð og um- hyggju, sem heimilið ætti að láta þeim í té. Til þess að hljóta einhvers staðar viðurkenningu, reyna þau að skapa sér álit hjá félögunum með leyfileg- um eða óleyfilegum aðferðum. Eru t. d. svo „köld“, að þau skrökva, stela eða stæla ruddalegan munnsöfnuð sumra fullorðinna. Þetta er síðasti möguleikinn til þess að skipa virðu- legan sess á meðal leiksystkinanna, og tekst í sumum tilfellum, t. d. meðal ístöðulítilla miðlungsbarna, sem láta þá leiðast með út í einlrverjar vit- leysur. Þessi börn eru þó alls ekki „köld“, heldur þvert á mót hrædd og einstæð, með samvizkubit sitt og óhugnað þann, sem illur verknaður hefur í för með sér, og þrá því heitast af öllu leiðsögu og hjálp til þess að komast aftur á réttan kjöl. Þetta gerir sálarlíf þeirra enn flóknara, og veitir uppal- andanum ærið viðfangsefni. Sem sagt, mitt álit er, að sérdeildir barnaskólanna, sem starfræktar væru fyrir þessi börn, þar sem meiri áherzla væri lögð á uppeldið en að troða í þau skólavizku, meira væri hugsað um sálarástand þeirra en þekk- ingarskort, séu nauðsynlegar. Þá vildi ég minnast á annan hóp, sem oft verður utanveltu í náminu og hjá félögunum, þótt ekki sé gáfna- skorti um að.kenna. Hef ég þá í huga t. d. sjóndöpur og heyrnarlítil börn, sem vegna vöntunar sinnar geta ekki fylgzt með í kennslunni og verða oft atyrt af kennaranum fyrir eftirtektar- leysi, af því að liann veit ekki hina raunverulegu ástæðu fyrir sljóvleika þeirra. Einnig börn með bjagað mál- far, bækluð börn, eða börn með önn- ur sérkennileg ytri einkenni, sem valda aðkasti og aðhlátri skólasystkin- anna, en slíkt verkar skiljanlega einn- ig á eftirtekt þeirra og áhuga við námið. Með nákvæmum og reglulegum læknisskoðunum skólabarna ætti kennarinn að vita um þessi börn og geta tekið tillit til þeirra í kennsl- unni, a. m. k. sýnt þeim nærgætni og umhyggju. Hvað annars er gert fyrir þau, verður skólinn að ráða úr í

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.