Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 20

Heimili og skóli - 01.03.1949, Blaðsíða 20
40 HEIMILI OG SKÓLI verið dýrmætasti fjársjóður foreldra ykkar. Þegar þið fæddust, var ykkur heilsað með blessunaróskum, og þegar að því kemur, að þið kveðjið bernsku- heimili ykkar, verðið þið einnig kvödd með bænum og blessunarósk- um. Og þrátt fyrir ýmis mistök, sem kunna að hafa orðið á uppeldi ykkar, eins og allra annarra barna dauðlegra manna, hefur umhyggja og ást for- eldra ykkar verið það dýrmætasta, sem þið hafið átt og munuð nokkurn tíma eignast. Það á að vera lampinn, sem lýsir ykkur. Boðorð föður ykkar og viðvaranir móður ykkar, eiga að vera ykkur dýrmætir fjársjóðir, hvort sem þið eigið innstæður í sparisjóðum eða ekki. Einnig liér í skólanum höfum við að staðaldri sent bænir til guðs um blessun og gengi ykkur til handa, og við trúum því, að slíkar bænir verði heyrðar. En nú eruð þið bráðum ekki leng- ur börn. Þið eigið nú senn að fara að ráða ykkur sjálf. Því fylgir mikil ábyrgð. Hingað til hafið þið vaxið upp í skjóli foreldra ykkar og sótt ráð til þeirra, en það er stundum svo erfitt að ráða einn fram úr vandamálum lífs- ins. Það er stundum vandi, en oft þó vandalaust, því að samvizkan segir okkur ætíð, hvað rétt er og rangt. Þeirri rödd er óhætt að hlýða. í Þær eru nokkuð misjafnar einkunn- irnár ykkar, sem þið fáið úr skólan- um, en ég held, að þær séu allar rétt- ar, miðað við það, hvað þið kunnið og hafið lært hér. En bezta einkunn- in, sem þið getið fengið, sú einkunn, sem er betri en nokkur ágætiseinkunn, er það að vera talinn góður maður. Góður drengur og góð stúlka eru þær einkunnir, sem foreldrar ykkar og okkur öllum þykir meira um vert en allar hinar til samans. Þið standið í mikilli þakkarskuld við foreldra ykk- ar, kennara og vandamenn. Greiðið þá skuld með því að láta aldrei neinn blett falla á sæmd ykkar og sál. Ég þakka ykkur svo, kæru börn, fyrir samveruna og samvinnuna. Ég hlakka til að sjá ykkur vaxa og verða að mönnum, nýtum og góðum mönn- um. Ykkur, sem eruð að fara héðan fyrir fullt og allt, kveð ég með bless- unar- og árnaðaróskum, en við hin, sem eigið eftir að stunda hér nám enn, segi ég: Verið velkomin aftur í haust. Ég þakka öllum samstarfsmönnum mínum hér við skólann fyrir afburða- góða samvinnu og hollustu við stofn- un þessa. Ég þakka hinum fjölmörgu heimilum fyrir þann ómetanlega stuðning, er skólinn hefur notið frá þeim. Það, sem á að binda heimili og skóla órjúfandi böndum, er hið sam- eiginlega áhugamál þeirra, að koma öllum þessum unga gróðri til nokk- urs þroska. Svo bið ég góðan guð að blessa ykk- ur í sumar og alla tíð. H. J. AI. Skátablaðið 1. og 2. hefti 1949. Blað þetta er að vanda afarfjölbreytt og auk þess, sem það flytur ýmsan skátafróðleik og skátafréttir, liýður það lesendum sínum upp á margs konar skemmtiefni. Heilsuvernd 4. hefti 1948, flytur meðal annars þessar greinar: Litið um öxl og fram á leið eftir ritstjórann Jónas Kristjánsson lækni. Náttúrulækningafélag íslands 10 ára, eftir Björn Kristjánsson, Nýjar ræktunarað- ferðir, eftir Björn L. Jónsson. Þýdda grein, sem nefnist Saga Onnu Lísu Olsson o. fl.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.