Heimili og skóli - 01.03.1949, Qupperneq 25

Heimili og skóli - 01.03.1949, Qupperneq 25
HEIMILI OG SKÓLI 45 en fyrirkomulag skóla og kennslu- hátta leggur marga steina á þá götu. Um það ætla ég ekki að ræða hér frek- ar. Aftur á móti vil ég fara nokkrum orðum um starf kennarans sem sáð- manns við þau skilyrði, sem fyrir hendi eru. Þótt ég hafi hér nefnt kennara al- mennt, hef ég einkum haft í huga starfsbræður mína, barnakennarana, enda er ég kunnugastur á starfssviði þeirra. Og við þá vil ég segja þetta: „Verðið ekki uppnæmir, þótt ykkur virðist níu tíundu hlutum starfskrafta ykkar kastað á glæ. Lffið er ósínkt á eigin verðmæti, þegar það vill koma einhverju fram. Og vera má, að einn tíundi hluti orku ykkar sé, að dómi þess, nægjanlegt framlag. Og svo er annað. Enginn kennari getur mælt né vegið árangur starfs síns fyllilega. Próf segja þar naumast hálfa söguna. Enginn getur vitað, hvar fræin falla, Jafnvel þótt sáð sé í grýtta jörð, geta sum þeirra náð að festa rætur og vaxa upp í skjóli steinanna.“ Það er sagt, að einstök dæmi séu lít- ils virði, og er það rétt, þegar um það er að ræða að draga af þeim nákvæm- ar, vísindalegar ályktanir. En hitt er líka oft, að eitt dæmi á sér mörg hlið- stæð, og er þá alls ekki einskis virði. Eg ætla nú að nefna hér nokkur dæmi þess, að fræ geti dafnað og borið ávöxt þar, sem sáðmanninn grunar jafnvel sízt. Ég tek dæmin af sjálfum mér, því að þá get ég borið á þeim fulla ábyrgð. Ég var 11 ára, þegar ég heyrði kenn- ara minn, Einar G. Jónasson á Lauga- landi, flytja fyrirlestur á skemmtisam- komu. Fyrirlestur þessi var alls ekki saminn fyrir börn. Mig minnir, hann héti „Leiðin til manns“, og skýrir nafnið efni hans. Varla hefur hann grunað, að úti f horni sæti snáði, sem hlustaði með óskiptri athygli. En það er skemmst af að segja, að þetta er- indi hreif mig svo, að áhrif þess hafa varað fram á þennan dag. Man ég enn ýmis dæmi, sem ræðumaður tók, og jafnvel orðréttar setningar. Ég fann hvöt hjá mér til þess að reyna að semja greinar eða ritgerðir, og var þá þessi fyrirlestur fyrirmyndin. Hann snerti strengi ættjarðarástar í brjósti mínu og hvatti mig til dáða. A þess- um árum heyrði ég ekki marga fyrir- lestra — sem betur fer, vil ég segja —, því að segja má með nokkrum sanni, að áhrif hins talaða orðs standi í öf- ugu hlutfalli við magn þess. Hefði þessi fyrirlestur verið aðeins einn af mörgum, sem ég hefði hlýtt þennan vetur, væri hann sennilega löngu gleymdur. Einu eða tveimur árum síðar heyrði ég Kristján Sigurðsson, kennara á Dagverðareyri, flytja kvæði. Var það einnig á skemmtisamkomu í sveit minni. Sjaldan hafði ég lieyrt upplest- ur kvæða, og aldrei jafngóðan og þennan. Ég stóð höggdofa. Áhrif kvæðanna flóðu yfir mig og streymdu eftir taugum mínum. Ég varð hug- fanginn. Við þetta vaknaði hjá mér áhugi á kvæðum. Var hvort tveggja, að ég las nú ljóð miklu meir en áður og leitaði að kvæðum, sem voru vel hæf til flutn- ings. Síðan æfði ég mig í laumi. Nokkru seinna fékk ég tækifæri til þess í ungmennafélaginu okkar, að reyna að lesa upp kvæði. Vitanlega

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.