Heimili og skóli - 01.12.1949, Blaðsíða 23

Heimili og skóli - 01.12.1949, Blaðsíða 23
HEIMILI OG SKÓLI 139 fyrir starf hvers skóla, ber brýna skyldu til þess, að svo vel sé að Kenn- araskólanum búið sem frekast er kost- ur. Þjóðin hlýtur að krefjast mikils af kennarastéttinni, en verður jafn- framt að gæta þess, að unnt sé að verða við þeim kröfum. Nemendasamband Kennaraskóla ís- lands var stofnað sunnud. 30. okt. s. 1. Höfuðmarkmið þess er að stuðla að skjótri og heillaríkri lausn þess vanda- máls, sem húsnæðisþörf Kennaraskól- ans er. í þeirri trú, að skáld þurfi ekki að svelta til að geta skapað listaverk, að andi skóla og árangur starfs hans sé ekki endilega í ósamræmi við ytri svip, í þessari trú mun N. K. í. berjast af al- efli fyrir því, að Kennaraskólinn fái hið bráðasta fullkomin húsakynni fyrir alla starfsemi sína. Sé þá ekki miðað við augnabliksþarfir einar, heldur það, sem ætla má, að framtíðin beri í skauti sínu. Hér þarf því ekki aðeins að vinna að skjótri lausn, held- ur einnig haldgóðri. Staðsetningu og skipulag skólans þarf að vanda, eins og írekast er kostur og vinna af full- kominni einurð og festu að framgangi þess, sem ætla má til mestra heilla. N. K. I. væntir stuðnings allra, sem unna menntun og framförum. Það væntir virkrar og ötullar þátttöku allra, sem numið hafa í Kennaraskól- anum og lokið þar prófi, hvert sem leiðimar hafa legið síðan. Nemenda- sambandið væntir góðrar samvinnu við Samband íslenzkra barnakennara og önnur samtök kennara. Sömu ein- staklingar, sem að þeim standa, verða eðliiega meginstyrkur hins nýja sam- bands, þótt vænta megi margra ann- arra undir merki þess. Ahugamálin hljóta því að verða skyld og gagn- kvæmur stuðningur eðlilegur og æski- legur. Hins vegar verður verkaskipt- ing þó skýr, þar sem N. K. í. horfir fyrst og fremst til Kennaraskólans sjálfs og starfar því á öðmm gmnd- velli en stéttarsamtök kennara. Á næstu vikum mun N. K. í. leitast við að ná til allra, sem það væntir styrks af. En því væri mikill léttir, ef menn snerust til liðs við það ótil- kvaddir. Óskir um innritun má senda stjórn sambandsins í Laugarnesskól- ann eða Melaskólann í Reykjavík. „Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman!“ F. h. N. K. í. Guðjón Jónsson, Snorrabraut 42. Reykjavík. Heimili og skóli vill hvetja alla starfandi kennara, sem notið hafa kennslu í Kennaraskóla íslands otT lokið þaðan prófi, til að fylkja sér um sinn gamla skóla og ganga í Nemenda- samband Kennaraskólans. Það er al- gjörlega óviðunandi, að þessi miki'- væga menntastofnun búi við svo lé- leg ytri skilyrði, að hún geti á engan hátt fullnægt þeim kröfum, sem gera verður til slíkrar menntastofnunar. Það er grundvallarskilyrði fyrir heil- brigðri og frjórri alþýðumenntun, að Kennaraskólinn sé úrvals mennta- stofnun, bæði að ytri og innri glæsi- brag. Það er því von mín, að Nem- endasamband Kennaraskólans verði svo sterkt og um leið giftudrjúgt, að því takist að gera Kennaraskólann að þeirri stofnun, sem hann á að vera og honum ber að vera. Ritstj.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.