Heimili og skóli - 01.10.1962, Blaðsíða 5

Heimili og skóli - 01.10.1962, Blaðsíða 5
Heimili og skóli TfMARIT UM UPPELDISMÁL 21. árg. Sept.— okt. 1962 5. hefti LITAST UM Nú eru allir skólar teknir til starfa. Þúsundir nemenda, stórra og smárra, þreyta nú nám, hver eftir sinni getu, og oft með mismunandi árangri. Hér er hinni eilífu þrá mannsins eftir meiri og meiri þekkingu búinn far- vegur. Það hefur ekki verið fundinn upp annar heppilegri en skólarnir. Þegar við litumst um á sviði skóla- málanna nú á þessum haustnóttum, vekur það einna fyrst athygli, að allir skólar eru fullir, og margir yfirfullir. Ekki aðeins skyldunámsskólarnir, heldur engu síður hinir, sem sóttir eru af frjálsum vilja unglinganna. Þetta ber ekki vott um hinn margumtalaða námsleiða, sem sumir eru að reyna að telja okkur trú um að ríki í skólum landsins, en það eru venjulega þeir sem minnst þekkja til í skólunum. Þó að engin skólaskylda væri, myndi allur þorrinn af barnaskólanemendum halda áfram, m. a. vegna þess, að þeim líður vel í skólunum. Nokkrir hætta að vísu námi, þegar skólaskyldunni lýkur, en allur þorr- inn heldur áfram og tekur landspróf og gagnfræðapróf, og æðri skólarnir ' eru einnig troðfullir. Þetta afsannar námsleiðann. Hann er að vísu til og þá einkunr meðal þeirra barna og unglinga, sem eiga erfitt með bóklegt nám. Það er verk- efni út af fyrir sig, að ráða fram úr hvernig eigi með þennan hójr að fara, sem er tiltölulega fámennur. Hvort ekki sé eitthvað annað heppilegra ráð til en að setja þá í skóla, þar sem ná- lega eingöngu er bóklegt nám. Á kannski að leysa þessi börn frá frekara námi með barnaprófinu, eða um ferm- ingu? Eða á að gefa þeim kost á að sækja einhvers konar vinnuskóla við þeirra hæfi? Verknámsdeildir gagn- fræðaskólanna leysa varla þennan vanda. Það er að vísu annað, sem ýtir undir þennan skólahug unglinganna, og það er sú staðreynd, að börn, sem ekki hljóta aðra menntun en barnaskóla- nám, eiga ekki margra kosta völ þeg- ar út í lífið kemur og á atvinnumark- aðinn. Þar er ekki um margar stöður að ræða, sem henta unglingum með skyldunámið eitt. Það er varla það starf til í þjóðfélaginu, sem ekki krefst einhverrar undirbúningsmennt- unar, og því meiri því greiðari leið er að hinum mörgu ög ólíku störfum og stöður þjóðfélagsins. Nei, þrátt fyrir

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.