Heimili og skóli - 01.10.1962, Blaðsíða 13
HEIMILI OG SKÓLI
113
við móður sína sem fyrst. Önnur börn
iðka aftur gagnstæðar öfgar: Þau eru
alltaf langt á eftir. Þau þurfa að skoða
allt, nema staðar með stuttu millibili,
ganga óguðlega hægt, en grundvallar-
tilgangurinn er sá sami: leika á taugar
móðurinnar. Alltaf meiri öfgar í fram-
komu barnsins, sem kalla fram áhrifa-
lausar áminningar og skammir hjá
móðurinni. Könnumst við ekki öll við
móðurina, sem vill sýna vald sitt og
myndugleik, með því að draga barnið
af stað móti vilja þess, sparkandi og
öskrandi og hangandi í annarri hendi
móður sinnar?
Kannski við sjáurn líka þennan
sama leik, er við komum einhvers stað-
ar í heimsókn? Barnið byrjar þá að
aka stólum um nýbónað gólfið. í
fyrstu lætur móðirin eins og ekkert
sé, en henni stendur þó alls ekki á
sama. Þá byrjar barnið aftur með enn
meiri harka og hávaða en áður, og að
lokum hefur það náð tilgangi sínum.
Þolinmæði móðurinnar er á þrotum
og hún segir: — Viltu gjöra svo vel og
hætta þessu? og barnið hættir kannski
um stund, en litlu síðar hefur það
fundið nýja aðferð og móðirin reynir,
með tilliti til gestanna, að þola barn-
inu hinar vel útreiknuðu tilraunir, svo
lengi sem það er mögulegt, og þá kem-
ur síðasta tilraunin til að bjarga
heiðri beggja og oft er gripið til við
slík tækifæri: Ég skil ekkert í barninu,
hann er ekki vanur að láta svona. —
Þetta getur verið rétt, að minnsta
kosti að einhverju leyti, því að barn,
sem hefur lært að leika með móður
sína, bíður oft eftir hinu hentugasta
tækifæri, sem gerir leikinn sem áhrifa-
ríkastan, en það er einmitt, þegar á
srestaheimsóknum stendur.
o
Þegar móðirin við slík tækifæri bíður
eftir því í lengstu lög að láta til skarar
skríða, hefur hún kannski í liuga heil-
ræðið: „Menn eiga aldrei að ala börn
sín upp, þegar ókunnugir eru við-
staddir."
Auðvitað eiga menn alltaf að vera
að ala börn sín upp. En þegar foreldr-
ar vilja komast hjá að ala börn sín upp
í viðurvist ókunnugra, er það vegna
þess, að þau óttast ósigur. En foreldr-
ar mega ekki láta þennan ótta ráða af-
stöðunni. Ósigurinn kemur alltaf í
ljós, þó seinna verði, þrátt fyrir allt.
En það getur líka, undir vissum kring-
umstæðum verið annað, sem veldur
því, að foreldrarnir láta ekki til skar-
ar skríða, þegar gestir eru viðstaddir.
Alvarlegar aðfinnslur gætu verið barn-
inu ofraun og ósigur þess myndi hinn
átakanlegasti í viðurvist gestanna. —
Barnið viðurkennir heldur ekki ósig-
ur sinn. Það berst enn ákafar fyrir sín-
um málstað. Skrúfan heldur áfram.
Að kunna að ala upp án þess að til á-
rekstra, og þar með ósigra, komi, er
tákn góðs uppeldis, og skilyrði fyrir
því, að ekki sé stofnað til slíks leiks,
sem er lýst hér að framan. Annars er
það svo, að vel tipp alið barn með
heilbrigða skapgerð, hagar sér á eng-
an hátt öðruvísi en venjulega, þótt
gesti beri að garði, þó með því skilyrði,
að foreldrarnir geri það ekki heldur.
En mörgum foreldrum hættir til að
gera þá kröfu til barna sinna, að þau
hagi sér allt öðruvísi, þegar gestir
koma á heimilið. Hér kemur gamla
spurningin: Á maður að ala börn sín