Heimili og skóli - 01.10.1962, Síða 21
HEIMILI OG SKÓLI
121
JOHN GIESE:
„Eg var Ieiáur á skólanum
og yfirgaf nann
Villigæsirnar flugu í oddaflugi um
heiðan hausthimininn — allar í suður-
átt — daginn, sem ég ákvað að ganga
úr latínutímum í menntaskólanum.
Þegar ég var kominn frani að dyrun-
um, spurði kennarinn mig undrandi,
hvert ég væri að fara.
„Ég ætla á veiðar," sagði ég og
skellti hurðinni í lás.
Ég hafði hugsað um þetta í margar
vikur að hætta í skólanum. Ég hafði
falleinkunn í þremur námsgreinum,
og síðasta prófið í stærðfræði hafði
sannfært mig um, að það væri hrein
og bein tímaeyðsla að halda þessu á-
fram. Freknóttur strákur að nafni
Willie var alltaf efstur. Hann hafði
reiknað 99 dæmi rétt af 100. Ég var
með 99 skökk dæmi. Ég gat alls ekki
einbeitt mér að verkefninu og ég gat
ekki um annað hugsað en vini mína og
kunningja, sem nú voru komnir út í
hið starfandi líf. Ég hugsaði um alla
kosti þess lífs að hafa launað starf, en
fyrst og fremst hugsaði ég um, hve dá-
samlegt það væri að sleppa með öllu
út úr þessari þrautleiðinlegu kennslu-
stofu.
Þegar ég hafði sagt rektor, að ég
ætlaði að segja mig úr skóla, flýtti ég
mér heim eftir veiðibyssunni minni,
og á leiðinni heim þótti mér sem ég
hefði leyst öll mín vandamál. — Ég
var 16 ára gamall.
En þegar ég kom af veiðunum
seinna um daginn, varð ég að taka á
því, sem ég átti til. Foreldrar mínir
höfðu skilið. Ég var með föður mín-
um og við vorum mjög samrýmdir.
Þegar ég sagði honum, að ég hefði
sagt mig úr skóla, starði hann á mig og
mælti: „Nú hefur þú framið mesta
glappaskot ævi þinnar. En líklega
gildir einu, hvað ég segi nú, ég mun
ekki geta sannfært þig. Þú verður
sjálfur að bera ábyrgðina".
Næsti mánuður var hreinasta para-
dís. A morgnana fór ég á andaveiðar,
en seinni hluta dagsins reikaði ég um
engi og skóga og skaut fasana. Það
hvarflaði ekki að mér að hugsa um
framtíðina. En dag einn féll fyrsti
snjórinn. Endurnar flugu í suðurátt
og ég fór að líta í kringum mig eftir
einhverju starfi.
Það var ekki langt til jóla og ég
fékk starf, sem var í því fólgið að
slátra kalkúnum á alifuglabúi einu.
Þegar kalkúnarnir, sem héngu með
höfuðin niður af færibandi, komu að
mér, átti ég að skera af þeim hausinn
með stuttum, beittum hnífi. Ég slátr-
aði mörgum þúsundum á dag. Þetta
var ágætt starf á meðan það entist.