Heimili og skóli - 01.10.1962, Blaðsíða 24

Heimili og skóli - 01.10.1962, Blaðsíða 24
124 HEIMILI OG SKÓLI Frá aðalfundi KennarasamLands Austurlands Aðalfundur Kennarasambands Austur- lands var haldinn að Eiðum dagana 28. og 29. september s. 1. Fráfarandi form. sambandsins, Björn Magnússon, kennari, Eiðum, setti fund- inn og flutti skýrslu stjórnar. Fundarstjór- ar voru Helgi Seljan, Reyðarfirði og Krst- ján Ingólfsson, Eskifirði, en fundarritarar Eiríkur Karlsson og Birgir Stefánsson, Neskaupstað. Tvö helztu mál fundarins voru vanda- mál æskunnar og launamál kennara. Gestur Þorgrímsson heimsótti fundinn, flutti erindi um kennslutæki og sýndi fræðslumyndir. Gunnar Ólafsson, skólastjóri Neskaup- stað, flutti erindi um skólamál og skóla- kerfi í Austur-Þýzkalandi, en þar dvaldi hann um tíma á síðasta skólaári. Stjórn Kennarasambands Austurlands fyrir næsta ár var nú kjörin úr hópi kenn- ara í Neskaupstað Hana skipa: Gunnar Ólafsson, skólastjóri, formaður, Eyþór Þórðarson og Eiríkur Karlsson. Varastjórn: Þrúður Guðmundsdóttir og Birgir Stefánsson. Fundurinn gerði eftirfarandi ályktanir og samþykktir: Ályktun um æskulýðsmál. Aðalfundur Kennarasambands Austur- lands 1962 telur, að í svo mikið óefni sé stefnt með uppeldi og athöfn nokkurs hluta íslenzks æskufólks, að bráðra úrbóta verði að leita, ef ekki á af að hljótast þjóð- arböl. Þar sem fundurinn álýtur, að aðalorsaka þessa vandamáls sá að leita, sumpart hjá afskiptaleysi þjóðarinnar í heild af upp- eldi æskunnar og sumpart ríkjandi og hraðvaxandi fjárgróðasjónarmiði allra stétta á öllum sviðum, vill hann benda á eftirfarandi leiðir til úrbóta: 1. Að eftirlit sé haft með vinnu barna próf á sínum tíma. í dag er ég með- ritstjóri við stórt dagblað. Hvers vegna hef ég verið að rifja upp þessa sögu? Vegna þess, að hinir mörgu „skólaþreyttu“ piltar, sem hverfa frá skólum sínum í ótíma, verða oft seinna vandræðamenn á ýmsum sviðum. ískyggilega mikill fjöldi ung- linga tekur aldrei neitt próf. Suma vantar hæfileika til að stunda erfitt nám, en flestir láta blekkjast af von- inni um hátt kaup og þægilegt, sjálf- stætt líf. Þeim þykir í bili meir freist- andi að fá eitthvert snatt, sem greitt er fyrir, en að taka próf. En þeir munu brátt öðlast hina sömu reynslu og ég. En hún var sú, að sæmilega stöðu fær enginn, nema hann hafi lokið einhverju prófi. Og þó einhver próflaus unglingur nái í sæmilega stöðu í bili, þá verður hon- um sagt upp starfi fyrstum manna, ef eitthvað þarf að draga saman seglin. Af þeim mörgu, sem hverfa úr skóla í miðju námi, koma aðeins mjög fáir aftur. Ég veit af eigin reynslu, að þeim fáu, sem það gera, þykir sem námið sé þá mun erfiðara en áður, tímarnir lengri, og bækurnar lengri en nokkru sinni fyrr. En reynsla mín segir mér einnig, að árangurinn borgar erfiðið. Hann gjörbreytir lífinu og veitir því nýjan tilgang. Þýtt. H. J. M.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.