Heimili og skóli - 01.10.1962, Side 22

Heimili og skóli - 01.10.1962, Side 22
122 HEIMILI OG SKÓLI Letta ár vann ég á fjöldamörgum stöðum. Ég flokkaði kartöflur, lestaði vagna með símastaurum, var aðstoðar- maður á ölvagni og margt fleira. Þeg- ar einu starfinu var lokið, fór ég á vinnumiðlunarskrifstofuna til að fá eitthvað annað. Á spjaldskrá skrifstof- unnar var ég auðvitað titlaður „ófag- lærður verkamaður". Það eina, sem þar stóð um menntun mína var það, að ég hefði sagt mig úr skóla eftir I. bekk g. Þegar ég hafði enga atvinnu, tók ég að gefa mig fram eftir auglýsingum, sem lofuðu góðum tekjum af götusölu, en ég sá brátt, að það starf hentaði mér ekki. Aðrar auglýsingar lofuðu haldgóðri menntun „heima í eigin íbúð.“ Ég byrjaði að taka þátt í bréfaskóla. Ég byrjaði með lögfræði, bókfærslu, eðl- isfræði, en gafst upp á þessu öllu. Einu sinni byrjaði ég á dúfnarækt. Ég ætlaði að byrgja hótelin og matstof- umar upp af dúfnakjöti. Ég fékk pant- anir á 50 dúfum samtals. En svo kom upp drepsótt í dúfnastofninum, og þessari atvinnugrein var þar með lok- ið. Ungu stúlkurnar, sem ég þekkti frá skólanum, áttu allt í einu svo ann- ríkt, að þær máttu aldrei vera að því að vera með mér, og foreldrar þeirra kærðu sig ekkert um, að ég kæmi í heimsókn. Áhugi minn á knattspyrnu og öðrum íþróttum dofnaði nú smátt og smátt. Ég fór að sitja tímum saman á knattborðsstofum ásamt nokkmm öðrum piltum, sem einnig höfðu kvatt skóla sinn allt of snemma. Það var margt sameiginlegt með okkur. Við stóðum allir utan við heim gömlu fé- laganna og gægðumst aðeins inn fyrir. Það leið ekki á löngu þar til ég drakk út hvern skilding, sem ég vann mér inn — og stundum meira. Eitt kvöld, þegar ég hafði drukkið heldur mikið, flæktist ég inn í áflogamál eitt. Næstu nótt svaf ég í hegningarhúsinu. Daginn eftir gaf ég mig fram sem sek- an um götuóeirðir og fékk lítilsháttar sekt. Blöðin fluttu fregnina. Þeir vin- ir, sem ég hafði átt fram að þessu, litu nú til hliðar ef þeir mættu mér. Haustdag einn, þegar öll sund virt- ust vera að lokast, ákvað ég að reyna að gera mér ljóst, hvernig reikningarnir stæðu. Þær björtu vonir, sem ég hafði gert mér um lífið, er ég yfirgaf skólann fyrir þremur árum, höfðu endað þann- ig, að nú stóð ég uppi peningalaus, atvinnulaus og menntunarlaus. Bekkj- arfélagar mínir frá menntaskólanum voru nú sumir komnir í háskólann, eða höfðu fengið fasta og góða stöðu. Ég var 19 ára gamall og hafði getað snapað mér vinnu með höppum og glöppum þegar bezt lét. Sjóndeildar- hringur minn hafði allur þrengzt, svo að ég sá heiminn eins og gegnum skrá- argat. Ég kveið framtíðinni. Ég var sárgramur yfir núverandi ástandi og harmaði fortíð mína. Það fór ekki fram hjá föður mínum hvernig mér leið. Kvöld eitt, þegar við höfðum lokið við að borða mið- degisverðinn, spurði hann: „Hvers vegna viðurkennir þú ekki hreinskilnislega, að þú hafir framið glappaskot? En ég held að þú sért nógu mikill maður til að bæta fyrir það.“ „Áttu þá við, að ég hverfi aftur í

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.