Heimili og skóli - 01.10.1962, Side 6
106
HEIMILI OG SKÓLI
alla annmarka skólanna og galla, eru
þeir samt þær stofnanir þjóðfélaganna,
sem sízt má vanrækja. Þeir eru farveg-
ur menningarinnar. Fjölbreyttari störf
í þjóðfélaginu ag sívaxandi verka-
skipting kalla á skólana, fleiri skóla
og betri skóla. Þetta er kall tímans nú
á þessum haustnóttum.
Annað, sem hlýtur að vekja mikla
athygli, þótt ekki sé nýtt fyrirbæri, er
hinn geigvænlegi kennaraskortur, sem
við eigum nú við að búa, einkum á
sviði barnafræðslunnar, en þó einnig
í verulega ríkum mæli í framhalds-
skólunum. Þetta er mikið áhyggjuefni
fyrir þjóðfélagið í heild, því að mikill
kennaraskortur, dregur alltaf þann
dilk á eftir sér, að við fáum fleira af
lélegum kennurum til starfa. Við
hljótum að bera svo mikið traust til
sérmenntunarinnar á þessu sviði sem
öðrum, þótt hún sé engan vegin ein-
hlýt, að við verðum að harma þá þró-
un, að nú mun 6. eða 7. hver kennari
ekki hafa neina sérmenntun til
kennslu. Það breytir ekki dæminu
verulega þótt vitað sé, að meðal þessa
ófaglærða fólks eru margir ágætir
menn. Það er stórkostlegt áhyggjuefni,
ef stétt, sem hefur jafn miklu hlut-
verki að gegna og kennarastéttin, ber
ekki gæfu til að fá úrvalsmennina úr
hópi menntamanna, en verður að gera
sig ánægða með lakari hlutann. Ég
segi ekki að svona sé þetta orðið, en
svo getur farið með sama áframhaldi.
Og þó að prófin séu ekki einhlýt, mun
unga fólkið með beztu landsprófseink-
unnirnar og hæstu stúdentsprófin yf-
irleitt ekki fara í kennaraskólann.
Enn er það eitt, sem vakið hefur
athygli nú á síðustu tímum, og stendur
í nánu sambandi við kennaraekluna,
en það er harðnandi launabarátta
kennara, og kom hún vonum seinna.
Ég hygg, að það sé ekkert launungar-
mál að við borð lá, að þorri barna-
kennara á landinu, að minnsta kosti í
Reykjavík, segði upp stöðum sínum á
s. 1. vori. En ríkisstjórnin kom í veg
fyrir það á síðustu stundu, með því að
bæta kjör þeirra lítið eitt til bráða-
birgða til að forða algjöru öngþveiti,
sem skapast hefði við þá ákvörðun, og
það leikur enginn vafi á, að höfuðor-
sök kennaraskortsins er léleg launa-
kjör kennarastéttarinnar. Það er leið-
inlegt að þurfa að tala um þetta, og
það hefur ill áhrif á starf kennarans
að þurfa að standa í baráttu um laun
sín og kjör. Það dregur úr áhuganum
við starf hans, eða getur að minnsta
kosti gert það. Það er skuggi, sem hvíl-
ir yfir öllu starfi hans. Starf kennarans
er svo ábyrgðarmikið og mikilvægt, að
hann verður að geta sinnt því af heil-
um hug. Það á að krefjast mikils af
kennaranum, bæði varðandi menntun
og mannkosti, en það á að launa hon-
um vel. Og það á að greiða þeim kenn-
urum hærri laun, sem sýna áhuga sinn
í starfinu með því að afla sér fram-
haldsnáms í sérgrein sinni.
Fram að þessu hefur mikið af orku
farið í að vinna ýmis óskyld störf til
að drýgja tekjur sína. Orka þeirra hef-
ur að allt of miklu leyti farið í að elt-
ast við alls konar aukastörf, eða kenna
óhóflega mikið. Það mun ekki dæma-
laust, að kennari hefur kennt 10
stundir á dag yfir vikuna. Það þarf
yfirmannlegt þrek til að leysa þá
kennslu alla vel af hendi.
Ég legg mikla áherzlu á, að þetta