Heimili og skóli - 01.10.1962, Side 19

Heimili og skóli - 01.10.1962, Side 19
HEIMILI OG SKÓLI 119 Brynhildur Jósefsdóttir, sem nú er kennari við Breiðagerðisskólann í Reykjavík, varð sextug 3. september síðastliðinn. Satt bezt að segja ætlaði ég tæpast að trúa að svo gæti verið, fyrr en ég sá öll sönnunargögn þar að lútandi. Frú Brynhildur ber enn með sér svo augljósan þrótt og ferskleik æskunnar að fágætt er. En þegar við- horf manna og breytni mótast fyrst og fremst af kærleika til náungans og fórnfúsu starfi í þágu göfugra hug- sjóna, er sem kerling Elli komist hvergi nærri og æskan ráði sífellt ríkj- um. Frú Brynhildur er í hópi þeirra tiltölulega fáu, sem hlotnast slík ham- ingja. Brynhildur er fædd að Látrum í Að- alvík, dóttir Jósefs bónda á Atlastöð- um í Fljóti, N.-ísafjarðarsýslu, Her- Sextug: Tirynhilaur Jósefsdóttir kennari ntannssonar bónda þar, Guðmunds- sonar, og Pálínu Ástríðar Hannesdótt- ur bónda á Látrum, Sigurðssonar. Að loknu barnaskólanámi stundaði frú Brynhildur nám í Unglingaskóla ísafjarðar, en fór síðan í Kennaraskól- ann og lauk þaðan prófi vorið 1925. Næstu fimm árin kenndi frú Brym hildur við barnaskólann á Látrum í Aðalvík, og' síðar kenndi hún nokkur ár í Þingeyrarskólahverfi, Dýrafirði og í Reykja- og Tjörneshreppi, S.-Þing. En haustið 1945 varð hún kennari við Barnaskóla Húsavíkur og starfaði þar samfellt í 11 ár af þeim tuttugu, seill ég var þar skólastjóri. Þegar frú Brynhildur var ráðin að Barnaskólanum í Húsavík, þekktumst við ekki neitt. Ég vissi aðeins, að hún hafði kennt eitthvað áður og að hún

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.