Heimili og skóli - 01.10.1962, Side 23

Heimili og skóli - 01.10.1962, Side 23
HEIMILI OG SKÓLI 123 skólann?“ spurði ég „19 ára gamall piltur?“ „'Hvers vegna ekki?“ sagði hann. „Hugsaður þér, að ef þú gerir það ekki, ertu orðinn tuttugu og tveggja ára eftir þrjú ár, án þess að hafa tekið nokkurt próf. Hann reyndi að tala eðlilega til að leyna eftirvæntingunni, sem fólst á bak við orðin. Næstu nótt gat ég ekki sofnað. Ég fann það hið innar með sjálfum mér, að faðir minn hafði rétt fyrir sér. Næsta dag neyddi ég sjálfan mig til að ganga á fund rektors menntaskól- ans. „Ef ég á að vera hreinskilinn,” sagði rektor, „eru möguleikar þínir ekki miklir. Nú bíða þín þær aðstæður að setjast í bekk með 15 ára piltum, og eftir fyrri einkunnum þínum að dæma muntu eiga fullt í fangi með að fylgja þeim eftir í náminu." En svo brosti hann og rétti mér höndina. „En ef þú, samt sem áður, vilt setjast aftur í skólann, er mér óhætt að fullyrða, að liver einasti af kennurum hans er fús til að gera það, sem í hans valdi stend- ur til að hjálpa þér. Við viljum gjarn- an, að þú verðir nemandi hér í skól- anum aftur.“ Hin stutta leið til skólans tveimur vikum síðar fannst mér sú lengsta, er ég hafði farið. iÞegar ég nálgaðist þessa stóru múrsteinsbyggingu, sem ég hafði skilið við fyrir þremur árum, mátti ég taka á öllu, sem ég átti til, svo að ég gugnaði ekki. Ég sá allt eins og í þoku. Hinir nýju skólafélagar voru mér með öllu ókunnugir. Tvisvar mætti ég drengjum, sem spurðu mig til vegar. Þeir héldu, að ég væri einn af kennurunuml En næstu daga og vikur varð mér það ljóst, að drengirnir höfðu nóg að gera með sín eigin áhugamál og höfðu því engan áhuga á að hugsa um þenn- an mikla aldursmun, sem var með mér og {reim. Þeir kennarar, sem þekktu mig frá fyrri árum, virtust verða glaðir við að sjá mig aftur og létu í ljós, að nú hefði ég tekið skynsamlega ákvörðun með því að setjast í skólann aftur. En ég hafði alltaf talið kennarana sjálfkjörna óvini mína. Nú vissi ég, að þeir voru mín meoin. Þesiar é? skömmu síðar lá eina viku í inflúenzu, hringdu fjórir þeirra heim til mín til að láta mig vita, hvað við ættum að læra heima. Þeir buðust allir til að líta inn til mín, ef ég vildi spyrja þá að einhverju. Það var langt að takmarkinu, en ég lagði nú meira kapp á að vinna upp það, sem ég hafði tapað, en allt annað. A hverju kvöldi sat ég til miðnættis og þuldi lexíur mínar. Eftir fyrstu sex vikurnar voru einkunnir mínar svo slæmar, að ég fékk með naumindum að halda áfram. En þær fóru batnandi, og einu sinni var ég með hæstu eink- unn. Það endurtók sig að vísu ekki, en þrátt fyrir það, ljómaði faðir minn af gleði eins og ég hefði fengið Nóbels- verðlaunin. Ég var ekki aðeins elztur félaga minna, sem tók próf þremur árum síðar og fékk skírteini — ég var einnig sá hamingjusamasti —. Og ég vissi einnig, að faðir rninn var allra feðra stoltastur, sem þarna var við athöfn- ina. Hann hafði líka beðið lengi. Þegar ég hafði lokið við herskyldu mína, fór ég í háskólann og tók þaðan

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.