Heimili og skóli - 01.10.1962, Síða 11
HEIMILI OG SKÓLI
111
Sk riftamál föáur
Ég hefi hugsað mér að endursegja
hér smágrein, sem fyrst birtist fyrir
40 árum í amerísku tímariti, og á
þessum árum síðan í hundruðum ann-
arra tímarita. Grein þessi segir frá
skriftamálum föður yfir litlum, sof-
andi syni, smámynd, dregin í flýti, á
stundu djúpra, innilegra tilfinninga, og
fær samhljóm í brjósti fjölda feðra.
Leiksviðið er barnaherbergi. Þar ligg-
ur sofandi sveinn og við rúm hans
situr faðirinn. Og í mjög styttu máli
hljóðar játning hans á þessa leið:
„Drengurinn minn! Ég vil tala of-
urlítið við þig, meðan þú liggur hér
og sefur. iÞegar ég, fyrir nokkrum mín-
útum síðan, sat í vinnustofu minni og
las í dagblaðinu, greip mig hræðilegt
samvizkubit. Og nú skaltu fá að vita,
hvað ég hugsaði: Ég hefi ekki komið
vel fram við þig upp á síðkastið. Þegar
þú klæddir þig i morgun, ávítaði ég
þig fyrir það, að þú aðeins brást
þvottaklútnum -yfir -andlitið,- í -stað
þess að þvo þér rækilega. Ég skammaði
þig, af því að þú hafðir ekki burstað
tennurnar. Ég argaði í þig, þegar þú
kastaðir dótinu þínu á gólfið.
Við morgunverðarborðið kom ég
líka með ýmsar athugasemdir. Þú
helltir ofan á dúkinn. Þú gleyptir í
þig matinn. Þú varst með olnbogana
uppi á borðinu. Og þegar þú síðan
lagðir af stað til þess að hitta félaga
þína, leizt þú við og kallaðir: „Bless,
pabbi." En ég svaraði með því að gefa
þér illt auga og hrópa: ,Réttu úr þér,
strákur ‘
Þegar ég svo kom heinr frá vinn-
unni, byrjaði sama sagan. Þegar ég
hitti þig á götunni auðmýkti ég þig
með því að finna að við þig í áheyrn
félaga þinna. Ég ávítaði þig fyrir að
óhreinka fötin þín. Og nranstu svo,
seinna um daginn, er ég sat og las
inni í vinnustofu minni, að þú komst
þar að, eitthvað miður þín og ein-
manalegur. Þegar ég leit upp yfir blað-
ið, gramur vegna þessarar truflunar
við lesturinn, namst þú staðar innan
við dyrnar og hikaðir. ,Hvað viltu
nú?‘, hreytti ég út úr mér, óþolinmóð-
ur. Þú svaraðir ekki, en svo tókst þú
allt í einu sprettinn til mín, vafðir
af barnslegum ákafa handleggjunum
um háls mér og kysstir mig. Armarn
ir þínir litlu þrýstu svo fast og þétt, —
í einlægni og trausti —, og síðan
hvarfst þú hingað inn til að sofa.
Já, vinur minn litli, ég hefi verið
sjúklega hótfyndinn, alltaf að ávíta og
nöldra. Það eru þakkirnar fyrir það,
að þú hefir verið sannur, eðlilegur
drengur. Það var ekki vegna þess ,að
ég elskaði þig ekki, heldur var það
hitt, að ég krafðist of mikils af þér,
svo litlum, sem þú ert. En á morgun
skal ég vera pabbi, eins og pabbi
drengja á að vera. Ég skal vera félagi
þinn, hryggjast, þegar þú ert hryggur,
gleðjast, er þú gleðst. Þegar óþolin-
mæði mín ætlar að brjótast út í orð-
um, skal ég bíta mig í tunguna og