Heimili og skóli - 01.10.1962, Side 10

Heimili og skóli - 01.10.1962, Side 10
110 HEIMILI OG SKÓLI Þetta voru alvarleg mistök. Og mistök- in voru fyrst og fremst fólgin í því, að móðirin gleymdi því, að dóttir hennar var aðeins 5 ára og orð hennar voru ábyrgðarlaust reiðihjal þess, sem alls ekki er fær um að meta aðstæður. Þau merktu að sjálfsögðu ekki það, að barninu þætti ekki vænt um móður sína. Andartaki síðar voru þau gleymd, og þá gat barnið alls ekki skilið, hvers vegna mamma var ennþá reið. Höfuðreglan er, — og hún er mikil- væg —, að foreldrarnir gleymi því aldr- ei, þrátt fyrir nöpur sáryrði, sem hitta vel í mark, að þeir eru fullorðnir og geðrænir verndarar barna sinna, en að börnin eru lítið þroskuð og ábyrgðar- laus. Sú skoðun er algeng, að góð bernska sé og eigi að vera rósum stráður vegur, hinn áhyggjulausasti og ánægjulegasti kafli ævinnar. Vera má, að svo sé hjá sumum, en algengara mun þó hitt, að menn gylli fyrir sér fortíð sína og hyll- ist til að muna það eitt, sem ánægju- legt er. Sannleikurinn um bernskuna er sá, að hún er stormasamasta ævi- skeiðið, sé allt með felldu. Þá eru margar blikur á lofti. Á þeim árum mótast maðurinn og hefur sig úr ríki dýranna til mannlegs lífs. Óralöng veg- ferð er farin á undraskömmum tíma. Hvert eitt skref, sem stigið er, kostar fórnir. Og þær fórnir eru ekki alltaf léttar. Að framan var minnzt á sárs- auka afbrýðinnar. Og af þeim sársauka spretta margir hinir fegurstu laukar. En hafa ber í huga, að uppskeran er undir því komin, að afbrýðin verði að andlegri orkulind, en búi ekki um sig sem viðkvæmt kýli, einangrað í sálarlífinu. Margir komast til fullorð- insára með þau sárindi og losna ekki við þau. Hið heilbrigða er, að fullorð- ið fólk kenni afbrýði, þegar ástæða er til, og undrist hvorki þá kennd né hræðist hana, og beiti raunhæfum ráð- um til að eyða henni. Hvort einstak- lingurinn kemst þannig undirbúinn til fullorðinsáranna, er mjög undir uppeldinu komið. Sigurjón Bjömsson. Við erum sex systkinin. Við höfðum um margra ára skeið haft þann sið að gefa foreldrum okkar gjafir á jólunum, á af- mælisdögum þeirra og á mæðradaginn, o. s. frv. Nú vorum við að verða í vandræð- um, því að okkur gat ekki lengur dottið neitt í hug til að gleðja þá með. Við vild- um þó helzt gefa þeim eitthvað, sem þeim þætti verulega vænt um. En vor eitt fyrir 10 árum voru þau að tala um, hvað þau kviðu fyrir vorhreingerningunni. Þarna kom hugmyndin. Dag einn, skömmu fyrir mæðradaginn, mættum við heima hjá pabba og mömmu, 6 konur og 6 karlar, því að við höfðum öll staðfest ráð okkar. Við komum með skjólur, stiga ræstingaduft og mikið af matarbögglum, og svo komum við öll brosandi. Áður en dagur var að kvöldi kominn, höfðum við tekið alla innri glugg- ana úr, þvegið og fægt rúðurnar. Allt var þvegið og ryksogið frá kjallara til efsta lofts. Pabbi og mamma voru í sjöunda himni, og þama höfðum við lagt grund- völl að venju, sem haldin var upp frá þessum degi. DÝR KOSS. í borginni Southamton í Englandi var ungur bílstjóri fyrir skömmu dæmdur í tíu punda sekt fyrir að hafa kysst ungu stúlkuna, sem hjá honum sat í bílnum, úti á miðri götu í mestu umferðinni. Og á eftir var unga stúlkan dæmd í tíu punda sekt fyrir að hafa aðstoðað hann og tekið þátt í þessu athæfi.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.