Heimili og skóli - 01.10.1962, Side 18
118
HEIMILI OG SKÓLI
Þegar „hinum hættulega leik“ hefur
verið komið af stað, og hann er nálega
orðinn að vana, er það erfiðleikum
bundið að losna við hann með skjót-
um hætti, en það er þó hægt, og með-
alið er hið sama og við að koma í veg
fyrir hann: Skilningur og ástúð, en hér
er erfiðara um vik, því að börnin eru
oft komin svo langt út á þessa hættu-
legu braut, að það er orðið erfiðara
að sýna þeim óskoraðan skilning og
kærleika, og ekki sízt fyrir móðurina,
sem hefur verið með í leiknum. Og
harmsagan er þessi: Því meir sem barn
þarfnast kærleika, því minna vinnur
það til hans. Til allrar hamingju er
það þó þannig, að ekkert barn er svo
langt leitt, í þessum efnum, að ekki
finnist í sál þess einhverjir jákvæðir
strengir, sem slá má á. Það er alltaf
eitthvað í barninu og fari þess, sem
hægt er að láta sér þykja vænt um og
hægt er að viðurkenna, og ef það tekst
að breyta afstöðu móðurinnar þannig,
að hún reyni að sjá aðeins hið jákvæða
og góða í barninu í stað þess neikvæða,
þá mun fara svo, að hún kemur stöð-
ugt auga á fleiri og fleiri kosti barns-
ins, sem hún viðurkennir og getur lát-
ið sér þykja vænt um, og þá fer barnið
einnig að opna krónuna, þegar það
finnur skilninginn og hlýjuna frá
móðurinni. Móðirin hefur unnið sig-
ur yfir sjálfri sér og hætt ,,leiknum“.
Barnið hennar hættir að vera lélegur
og ómerkilegur „leikari" en verður í
þess stað gott og hamingjusamt barn.
Dansk Pædagogisk tidskrift.
H. J. M. þýddi lauslega.
Námskeiá fyrir
foreldra
Námsflokkar Reykjavíkur hafa nú tek-
ið upp þá ágætu nýbreytni, að efna til
námsflokka fyrir foreldra. Skýrir Morg-
unblaðið frá þessu fyrir skömmu. Það er
eftirlitskennari Námsflokka Reykjavíkur,
frú Pálína Jónsdóttir uppeldisfræðingur,
sem einkum hefur skipulagt þessa for-
eldrafræðslu. Hefur hún, ásamt fleiri for-
ráðamönnum Námsflokkanna, kynnt sér
þessa starfsemi í Vestur-Þýzkalandi fyrir
skömmu. Hófst þessi starfsemi í fyrravet-
ur og var þá tekið fyrir uppeldi bama
fram til skólaaldurs. Þáttaka var sögð góð
og mikill áhugi. Þarna fluttu nokkrir
uppeldis- og sálfræðingar erindi, svo og
nokkrar fóstrur frá barnaheimilum.
Þetta er mjög þakkarvert framtak, og
það gegnir í raun og veru furðu, , hversu
mikið tómlæti ríkir um uppfræðslu for-
eldra til að gegna uppeldisskyldum sínum.
Það eru haldin óteljandi námskeið á
hverju ári. Þar sem húsmæður eru frædd-
ar um ýmis mikilvæg málefni, svo sem
matreiðslu, hússtjórn, handavinnu alls
konar o. fl., en við heyrum nálega aldrei
um námskeið, sem haldin eru í þeim til-
gangi að fræða mæður um uppeldi barna
sinna.
Þama eiga konurnar, mæðurnar, að
hafa forustuna og taka upp mæðrafræðslu,
foreldrafræðslu, upp á málefnalista sinn
og gera hana að veruleika um þvert og
endilangt landið.
Fjölskyldan, sem býr á neðri hæðinni
hefur verið ákaflega frjósöm. Fyrir
skömmu fóru foreldrarnir til kirkju með
öll börnin sín, átta að tölu, það átti sem
sé að skíra það níunda. í miðri athöfninni,
•fór númer 3 að vola. Það var telpa. Þá
sneri faðirinn sér við og hvíslaði þessum
víðvörunarorðum að henni: „Ef þú hagar
þér ekki vel í kirkjunni fær þú ekki að
fara með okkur næsta ár.“