Heimili og skóli - 01.10.1962, Side 14

Heimili og skóli - 01.10.1962, Side 14
114 HEIMILI OG SKÓLI upp fyrst og fremst með tilliti til frænkanna og frændanna, eða fyrst og fremst með tilliti til barnsins sjálfs? En jafnvel þótt við viljum — og það viljum við — taka nokkurt tillit til gestanna, hverjir sem það eru og gera þá kröfu til hinna stærri barna, að taka hæfilegt tillit til annarra manna, skoðana þeirra og afstöðu að vissu marki, þá er það eitt, sem móðir lítils barns gleymir alltof oft, og það er hve óendanlega erfitt það er, já, nálega ó- mögulegt fyrir lítið barn að skilja að framkoma, sem talin er góð latína hversdagslega, verður allt í einu óhaf- andi og óþolandi, þegar Emma frænka kemur í heimsókn. Og við verðum þess vör, að leikur- inn heldur áfram. 'Þegar gluggi opnast á einni byggingasamstæðunni, heyr- um við rödd móður: •— „Pétur, viltu gjöra svo vel að koma samstundis upp?“ Skömmu síðar heyrum við sömu röddina aftur: „'Heyrirðu það ekki, að þú áttir að koma samstundis upp?“ Þetta endurtekur sig með stuttu milli- bili með stöðugt hækkandi rödd og alls konar tónbreytingu, ásakandi, reiðilegri og gremjulegri, þessu fylgja svo alls konar hótanir og ógnan- ir. En Pétur kemur ékki upp. Hann heldur áfram að leika sér alveg á- hyggjulaus, en til þess gátu verið tvær ástæður: Hin eðlilega þörf fyrir að leika sér og hin, að hér fór fram sama gamla taugastríðið. Honum var orðin nautn að því að reyna á taugar móður sinnar. Við barnasálfræðingarnir heyr- um oft og mörgum sinnum þennan harmagrát móðurinnar: Jens er ó- mögulegur, hann heyrir ekki og hlýð- ir ekki. Allt hluti þarf maður helzt að segja hundrað sinnum, og jafnvel það dugar ekki, fyrr en ég verð æst og vond. Frá hlið móðurinnar lítur þessi leikur þannig út, að þar linnir aldrei aðfinnslum, hún finnur að öllu hjá barninu, er óánægð með allt og er alltaf að leiðrétta það og siða: Barnið nennir ekki að læra í skólanum, er pörótt heima, brúkar munn við for- eldrana, sýnir enga tillitssemi o. s. frv. Stundum hafa þessar ásakanir við ein- hver rök að styðjast, stundum ekki. Oft segja slíkar ásakanir eins mikið eða meira frá ástandi móðurinnar en barnsins. Sá leikur, sem ég hef hér gert að umtalsefni, er í öllum sínum marg- breytileik einn af hinum elztu og hættulegustu leikjum, sem um getur. Barnið, sem leikur þannig með móður sína og tilfinningar hennar, er aumkv- unarvert, jafnvel þótt það að vissu marki njóti þessa leiks, er það samt mjög ógæfusamt eins og maður, sem hefur sökkt sér ofan í fjárhættuspil. En í þessu efni, eins og raunar við alla meiri háttar ósigra í uppeldinu, verða áhrifin þó örlagaríkust síðar í lífinu. Þessi leikur, sem farið hefur fram á milli móður og barns á bernskuárum þess, verður að sorgleg- um veruleika seinna á ævinni og kem- ur þá fram á félögunum, yfirvöldun- um, undirmönnunum, konunni eða eiginmanninum, . börnunum, sem hann eða hún kann að eignast. Mam- ar trúlofanir og mörg hjónabönd hafa farið út um þúfur af völdum þessa „hættulega leiks“. Þegar „leikurinn" hefur náð svo langt, að barnið notar hvert tækifæri til að valda árekstrum og sýnir sífellda

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.