Heimili og skóli - 01.10.1962, Qupperneq 15
HEIMILI OG SKÓLI
115
þrjózku, og þegar móðirin sér aldrei
neitt gott hjá barninu, þá er ástandið
orðið svo alvarlegt, að það getur
brugðizt til beggja vona að hægt verði
á ný að koma á eðlilegu jafnvægi í
sambúð móður og barns. I3að tekur að
minnsta kosti langan tíma og krefst
mikillar þolinmæði og sjálfstjórnar
frá hendi móðurinnar, og ekki sízt
stefnubreytingar í uppeldisaðferðum.
Nú spyr kannski einhver móðir: Á
barnið þá að hafa leyfi til að haga sér
eins og það vill í sporvögnum, á göt-
unni, meðal gesta, verður svarið neit-
andi. Móðirin verður fyrst og fremst
að koma í veg fyrir árekstrana. Barnið
má ekki fá aðstöðu til að leika þennan
leik. Hún verður eftir fremsta megni
að koma í veg fyrir að barnið byrji
nokkurn tíma á þessum „hættulega
leik“.
iÞað verður aldrei með öllu komizt
hjá árekstrum æstra tilfinninga. Upp-
alendur eru einnig breyzkir menn.
Það eru heldur ekki einstök atvik, sem
hér er varað við, þótt þau geti oft dreg-
ið dilk á eftir sér. Hættan er mest fólg-
in í því, að þessir árekstrar verði að
daglegum vana hjá barninu.
Hve snemma þarf móðirin að vera
þarna á verði, og hvað ber helzt að
varast, til að koma í veg fyrir hinn
„hættulega leik“? Nic Waal segir í
bók sinni „Við og börnin okkar“:
„Þegar barnið er orðið átta mánaða,
fer að bera á því að það verði af á-
settu ráði rellið við móður sína.
Frá móðurinnar hendi má fullyrða,
að hinn fyrsti grundvöllur að óheil-
brigðri þróun í þessum efnum sé lagð-
ur fyrr. Jafnvel svo einföld athöfn er
móðirin gefur barninu brjóstið, getur
valdið smá árekstrum. Móðirin getur
haft of litla eða of mikla rnjólk. Mjólk-
in getur verið of fitumikil eða of
þunn, þetta getur valdið barninu ó-
værð og óánægju ,sem fer í taugarnar
á móðurinni. Þetta ætti þó aðeins að
vekja móðurina til umhugsunar og at-
hugunar á því, hvað muni vera að.
Það ríður á að finna ástæðuna til óá-
nægju barnsins og koma í veg fyrir
áframhaldandi árekstra. Stundum get-
ur móðirin fundið þetta sjálf, en ef
hún getur það ekki, á hún að leita sér-
fræðinga.
En því miður ber oft svo við, að
móðirin bregzt við þessu á anna hátt.
Hún verður æst og gröm — það er
kannski ekki óeðlilegt — en ekki er
það heppilegt. Ég hef heyrt mæður
segja um börn sín, sem sofna við
brjóstið, að þetta stafi bara af leti, sem
þurfi að venja barnið af með dálitlum
rassskelli. Ég hef einnig heyrt mæður
tala um „stríðni" barnanna, þegar ung-
barnið hagar sér ekki samkvæmt vilja
móðurinnar á meðan það er að sjúga,
eða þegar það truflar nætursvefn for-
eldranna með gráti.
Þegar að því kemur, að barnið fer
að borða venjulegan mat, mæta nýir
erfiðleikar. Það verður að venja barn-
ið við hina nýju fæðu, smátt og smátt
og mjög hægt, og jafnvel þótt bækurn-
ar segi, að þessi eða hin fæðutegundin
sé holl og nærandi, er ekki víst að hún
hæfi barninu á þessu tímabili eða falli
inn í smekk þess. Það getur því verið
að barnið hafi í frammi kröftug mót-
mæli. Maturinn dreifist kannski í all-
ar áttir, á móðurina, gólfið og veggina.
Það getur reynt á taugar þreyttrar
móður að taka þessu með þolinmæði.