Heimili og skóli - 01.10.1962, Blaðsíða 7

Heimili og skóli - 01.10.1962, Blaðsíða 7
HEIMILI OG SKÓLI 107 er ekki einungis mál kennarans. Þetta er mál allrar þjóðarinnar, og ber fyrst og fremst að leysa það sem mikilvægt þjóðfélagsmál, en ekki sem mál einn- ar stéttar, þótt fjölmenn sé. Það má ekki seinna vera að það verði leyst, ef ekki á að hljótast tjón af. Ég held að þjóðinni hafi ekki enn skylist hve geysilega miklu uppeldis- hlutverki skólarnir hafa að gegna nú á tímum, þegar heimilin eru í óða önn að bylta því af sér. Það getur vel verið, að það vanti mikið á að skól- arnir séu þessu hlutverki vaxnir, en hver á þá að taka það að sér? Það má segja þjóðinni það til áfell- is, að hún hafi ekki búið í haginn fyrir þetta nýja hlutverk skólanna og kenn- aranna. Kennarar hafa litla uppörfun fengið í starfi sínu, og kennarastarfið, að minnsta kosti barnakennarastarfið, hefur verið heldur lágt metið, og látið í veðri vaka að það væri ekki vanda- samt og þyrfti ekki til þess mikla karla. Menn athuga það ekki, að uppsker- an af þessu viðhorfi verður færri kennarar, lélegri kennarar, áhuga- minni kennarar. Ef þið viljið fá góða kennara þá verða þeir að fá að njóta þeirrar viðurkenningar, sem þeir eiga skilið. Sú viðurkenning verður að vísu að vera að einhverju leyti bundin við persónulegt ágæti hvers og eins, en þjóðin verður að viðurkenna mikil- vægi starfsins, mikilvægi stéttarinnar í heild, ef vel á að vera. Annars fær hún aldrei góða kennara. Og það, sem athyglisvert er við þetta er, að það kostar ríkissjóð ekkert. Þetta er önn- ur leiðin til að eignast góða kennara. o o Enn einu sinni er skrúðganga skóla- æskunnar lögð af stað. Þar ganga há- skólaborgarar fyrst. Þeir eru lengst komnir í þekkingarleitinni. Svo hver af öðrum. Aftast ganga litlu sjö ára börnin. Þau búa yfir lítilli veraldar- vizku en þeim mun meira af hjarta- hreinleik og sakleysi. Þau horfa spyrj- andi augum inn í framtíðina. Þar er svo margt óráðið, — því miður. Þetta er mikil skrúðganga — líklega um það bil 30 þúsundir, en allir þess- ir ólíku einstaklingar stefna þó að einu höfuðmarki. Þeir eru allir að leita að þekkingu og þroska. Við meg- um aldrei láta það lienda okkur að gefa þessum þúsundum steina fyrir brauð. Á skólunum hvílir í dag meiri ábyrgð en nokkru sinni fyrr. Með það í huga skulum við hefja skólastarf í ár. H. J. M. Til gamans Maðurinn minn er bústjóri á stórum búgarði. Fyrir skömmu réði hann roskinn bónda, sem hafði selt jörð sína, til að hirða hinn stóra trjágarð eignarinnar. Hann er sá bezti verkmaður, sem við nokkru sinni höfum fengið. Hann vinnur og þrælar frá morgni til kvölds, svo að maðurinn minn var orðinn áhyggjufullur út af þessu vinnukappi, hélt að hinn gamli bóndi myndi ofbjóða sér. Hann reyndi að fá hann til að fara sér hægar og ætla sér af, en það bar engan árangur. Dag nokkurn gekk maðurinn minn á fund konu garðyrkjumannsins og bað hana að reyna að telja um fyrir manni sínum að fara sér hægar. „Jó, ég gæti nú reynt það“, sagði kon- an, „en ég er hrædd um að það beri lít- inn árangur, því sjáið þér nú til: Hann hefur alla sína ævi unnið fyrir sjálfan sig, aldrei fyrir aðra, svo að hann bara kann ekki að taka lífinu með ró“.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.