Heimili og skóli - 01.10.1962, Qupperneq 20
120
HEIMILI OG SKÓLI
var húsfreyja á fjölmennu heimili,
móðir sjö barna, þar af sex heima og
öll í æsku. Það var engan veginn laust
við, að ég hefði áhyggjur út af þessari
ráðningu. Mundi þessi annríka hús-
móðir, kennslukonan nýja, hafa nokk-
urn tíma til að sinna skólanum, eins
og skylt var? Eitthvað á þessa leið mun
ég oft hafa hugsað fyrstu dagana eftir
ráðningu hennar.
En ég þurfti ekki lengi að vera í
miklum vafa. Frú Brynhildur hafði
aðeins starfað við skólann stuttan
tíma, er mér varð ljóst, að hún var ó-
venju fjölhæfur kennari og hafði til
að bera flesta þá kosti, sem kennara
mega bezt prýða. Það var í rauninni
alveg sama, hvað frú Brynhildur var
beðin fyrir, hún leysti öll sín fjöl-
þættu skólastörf einkar vel af hendi,
og sumt óvenju vel. Með öruggri og
elskulegri framkomu náði hún huga
nemenda sinna, og átti það að sjálf-
sögðu mikilsverðan þátt í ágætum ár-
angri hennar í skólanum.
Alla þessa kosti kunni ég vel að
meta, en þó er einn ótalinn, sem lengst
mun lifa í huga mínum frá samveru-
árum okkar: Það er trúmennskan og
skylduræknin, sem einkenndi allt
skólastarf hennar.
Ég hef fyrr drepið á það, að frú
Brynhildur hafði ærnu starfi að gegna
sem húsmóðir, og mundi mörgum
hafa reynzt nóg að sinna því einu sam-
an. En aldrei stóð þannig á fyrir
henni, að hún væri ekki ávallt til taks
og boðin og búin til starfa, ef skólinn
þurfti á að halda. Þjónustan við hann
skyldi sitja fyrir öllu. Þær voru því
venjulega ekki fáar, aukastundirnar
hennar í viku hverri, sem aldrei var
krafizt launa fyrir, aukastundirnar við
að hjálpa seinfærum börnum, við
handavinnu telpnanna eða við félags-
störfin í stúkunni okkar, sem oft voru
mikil. Allt var þetta unnið af þeirri
fórnfýsi og hjartahlýju, sem einkennir
starf hugsjónamannsins. Og það eru
einmitt þessir eiginleikar, sem mikils-
verðastir eru í samlífi manna og mást
aldrei úr safni minninganna, þótt ann-
að hverfi í skuggann.
Á þessum merku tímamótum í lífi
frú Brynhildar sendi ég henni hjartan-
legar hamingjuóskir og þakkir fyrir
okkar langa og ánægjulega samstarf á
liðnum árum. Jafnframt sendi ég
henni og ágætri fjölskyldu hennar
innilegar þakkir fyrir margar og ó-
gleymanlegar samverustundir á heim-
ili þeirra, og óska þeim öllum langra
og farsælla lífdaga.
Sigurður Gunnarsson.
Dönsk fjölskylda var á ferð í Svíþjóð í
verzlunarerindum. Stálpaður sonur í fjöl-
skyldunni gekk inn í sælgætisbúð og bað
um lakkrísstöng sem kostaði 25 aura.
Hann fékk hana og lagði 25 aura danska á
borðið, deplaði þvínæst augunum kankvís-
lega framan í afgreiðslustúlkuna og sagði:
„Þér getið auðvitað reiknað gengismis-
muninn?“
Stúlkan leit fyrst dálítið vandræðalega
á hann eitt andartak, síðan tók hún af
honum lakkrísstöngina, beit dálítið af
öðrum endanum, en fékk honum þvínæst
afganginn.
Eigandinn gaf sig fram.
Eg benti dag einn á hendur sonar míns,
sem voru allt annað en hreinar og spurði:
„Hvers konar hendur eru þetta?“
Hann leit eitt andartak á hendur sínar,
svo ljómar andlitið og hann svarar: „Þetta
eru hendurnar mínar.“