Heimili og skóli - 01.10.1962, Qupperneq 16
116
HEIMILI OG SKÓLI
Svo kemur auðvitað að því, að barn-
ið brýtur fyrsta bollann eða diskinn.
Og áður en það lærir að umgangast
hlutina og fara með þá eins og við á,
má búast við að margt verði brotið og
skemmt.
'Þegar barnið fer að skríða eða ganga,
hefur það mikla þörf fyrir að gefa at-
hafnaþörfinni útrás svo að kraftarnir
fái einhver verkefni. Þá er byrjað á því
að flytja öll húsgögnin, það veldur há-
vaða og truflun. Forvitnin og löngun-
in til að reyna eitthvað nýtt, eða hvað
við eigum að kalla það, kemur barn-
inu til að taka bækur föður sins út úr
bókaskápnum og hafa hönd á öðrum
girnilegum hlutum. Öll þessi athafna-
semi getur verið hræðilega ertandi og
þreytandi. Hún getur einnig haft í för
með sér ýmis útgjöld. En við verðum
að gera okkur það fullkomlega ljóst,
að ekkert af þessu gerir barnið, að
minnsta kosti í fyrstu, af stríðni eða
öðrum illum hvötum. En þótt mæð-
urnar, við rólega athugun, viti þetta
og skilji, breyta þær oft, því miður,
eins og þær þekktu ekki þessa auð-
skildu staðreynd. Mörg móðir breytir
oft við barnið sitt, undir þessum kring-
umstæðum, eins og þetta væri aðeins
gert í þeim tilgangi að særa móðurina
og vinna skemmdarverk á heimilinu.
Móðirin svarar þessum aðgerðum
barnsins því með aðfinnslum, ásökun-
um og siðaprédikunum. En þetta er
alveg tilgangslaust, því að litla barnið
skilur ekki slík viðbrögð. Það veit
ekki hvað það er að vera vondur og ó-
artarlegur, og það væri bezt að það
fengi aldrei að vita það. En einmitt af
þessum viðbrögðum móðurinnar fær
barnið að vita hvernig það á að fara að
því að erta hana og koma henni úr
jafnvægi. Og þá er stríðið hafið. Barn-
ið verður æ matvandara og uppástönd-
ugra. Það fussar og sveiar við flestum
mat. Það verður sífellt handóðara og
missir allt úr höndum sér, sem það
snertir á, það verður eirðarlaust og
flögrandi, og þó gerist ekkert af þessu
í raun og veru af ásettu ráði. Því er
naumast ljóst, hvernig það hagar sér
og leikur á taugar móðurinnar. Það er
ekki að furða þótt svona börn séu erf-
ið. En við verðum að muna, að þetta
allt er gert meira og minna „að gefnu
tilefni". Barnið fæðist ekki stríðið eða
ertandi, og fyrstu tilburðirnir í þá átt
hafa aldrei þann tilgang að erta móð-
urina eða stríða henni. Börnin byrja
aldrei á slíku fyrr en foreldrarnir hafa
óbeint sýnt þeim, hvemig á að fara
að því.
Það, sem móðirin getur gert til að
koma í veg fyrir að hinn „hættulegi
leikur" hefjist nokkurn tíma með allri
þeirri ógæfu, sem lionum fylgir, er að
missa aldrei stjórn á skapi sínu láta
aldrei koma sér úr jafnvægi, hvað sem
fyrir kann að koma í sambúð barns og
móður. Og þó henni renni í skap, má
barnið helzt aldrei verða þess vart. Ef
barnið vill ekki borða þann mat, sem
því er boðinn verður að reyna að kom-
ast að því, hvers vegna það vill ekki
borða hann. Brjóti það bolla eða disk,
verðum við að reyna að skilja, að það
var óhjákvæmileg afleiðing af ein-
hverju, sem var að gerast þessa stund-
ina. Ef það tekur bækur föðurs síns út
úr bókaskápnum, verður að reyna að
hindra það með einhverjum skynsam-
legum ráðum og með rólegum aðgerð-
um.