Heimili og skóli - 01.10.1962, Síða 12
112
HEIMILI OG SKÓLI
Hinn Iiættulegi Ieikur móáur og barns
EFTIR RASMUS JAKOBSEN SKÓLASÁLFRÆÐING
Við sjáum nálega á hverjum degi
dæmi upp á það, sem ég vil kalla
hinn „hættulega leik“ milli móður og
barns. Við kynnumst í sporvögnunum
barninu, sem ýmist vill sitja, standa
eða hlaupa fram og aftur um vagninn.
Síðan vill það sitja við hlið móður
sinnar, því næst í kjöltu hennar eða
fyrir aftan hana í sætinu og þar næst
krjúpa. Við kynnumst einnig móður-
inni og viðbrögðum hennar. iÞar linnir
ekki umvöndunum og áminningum:
Sittu nú fallega — gættu þess nú að
sparka ekki í konuna — stattu nú kyrr
— gættu þess að detta ekki — hagaðu
þér nú ekki illa, annars kemur lestar-
þjónninn (konduktören) og klippir í
eyrað á þér með tönginni sinni. Það er
oft greinilegt að þetta eirðarleysi
barnsins stafar ekki af eðlilegri hreyfi-
þörf, heldur er barnið hér að leika sér
að móður sinni og taugum hennar, og
þessi leikur verður því eftirsóknar-
verðari, sem hann gefur meiri árang-
ur. Þetta erfiði barnsins endar alltaf
með því að móðirin, nauðug viljug
fer að taka þátt í leiknum.
Þá verðum við oft áheyrendur að
eins konar spurningaeinvígi milli
barns og móður. í fyrstu svarar móð-
irin öllum spurningum barnsins á
stöðva þau. Og alltaf skal ég segja við
sjálfan mig: ,Hann er nú bara dreng-
ur, lítill drengur.“
Jónas Jónsson
frá Brekknakoti þýddi.
eðlilegan hátt og vill með því gefa
meðfarþegum sínum í vagninum þá
hugmynd, að hér sé um sérstaklega
áhugasamt og gáfað barn að ræða,
sem á skynsama og uppeldisfræðilega
menntaða móður, og þau lifi mjög
innilegu samlífi. En sú gríma endist
oft ekki ekki nema á milli nokkurra
biðstöðva. Þá kemur annar tónn: —
Það veit ég ekki — reyndu nú að þegja
— hættu þessum heimsku spurningum
— láttu mig nú í friði. En við hin, sem
í vagninum erum, höfum þegar upp-
götvað, að barnið spyr ekki af áhuga á
þessu eða hinu, heldur er spurningin
þessi: Hve langt get ég komist? Það er
að æfa leik, sem það hefur lært fyrir
löngu og er alltaf að gera fullkomnari.
Á götunni sjáum við þennan sama
leik. Sum born hafa náð mikilli tækni
í því, sem kalla mætti „að fylgjast með
mömmu“. Nokkur böm. eru alltaf
langt á undan. Þau þurfa helzt að
gægjast inn um öll hlið og alla búðar-
glugga og allar hliðargötur. Þau virð-
ast hafa mestu andúð á að leggja leið
sína eftir gangstéttunum. Móðirin
kemur venjulega lafmóð og óttaslegin
á eftir, reiðubúin til að halda langa
siðapredikun á hinu hentuga andar-
taki er hún nær barninu, og stundum
heyrum við brot úr þessari ræðu: —
lífshættulegt — getur týnzt — orðið
fyrir bíl — fara á spítala — lögreglan
—. En auðsjáanlega hafa allar þessar
áminningar ekki önnur áhrif en þau,
að barnið reynir að komast úr talfæri