Heimili og skóli - 01.10.1962, Síða 8
108
HEIMILI OG SKÓLI
SIGURJÓN BJÖRNSSON:
Aftrýái
Mannlegar tilfinningar eru marg-
víslega samanslungnar og íslenzk
tunga á sér mörg orð um geðblæ og
geðbrigði manna. Eitt þeirra er af-
brýðin. Flestum mun finnast hún með-
al hinna hvimleiðari geðshræringa,
bæði þeim, sem haldnir eru afbrýði, og
eins hinum, sem verða fyrir henni.
Samt er hún jafn nauðsynleg í sálar-
búinu og aðrar tilfinningar. Ef hana
vantar algjörlega er eitthvað að. f>að
bendir til þess, að geðrænt samband
manns við aðrar persónur sé ákaflega
dauft og litlaust, að viðkomandi hafi
lokazt inni í sjálfum sér, að hann sé
hvorki fær um að elska né hata. Og
hversu litbrigðalítið er ekki líf slíks
manns.
En á sama hátt og afbrýðin getur
verið sjúklega lítil, — eins getur hún
orðið sjúklega mikil. iÞað er hún, ef
hún hlítir í engu forsjá skynseminnar,
virðir staðreyndir og veruleika að
vettugi, en geisar fram lausbeizluð og
óviðráðanleg. Þetta má sjá í vissum
tegundum geðveiki og ennfremur er
það ofur algengt meðal drykkjusjúkl-
inga. Hvernig er barninu farið í þess-
um efnum? Fyrstu tvö árin er varla
hægt að tala um eiginlega afbrýði hjá
börnum. Að vísu er algengt að sjá ým-
is geðbrigði hjá börnum á öðru ári,
sem mjög svipar til afbrýði. Skilyrðin
fyrir því, að afbrýði megi þróast, er að
barnið skynji og skilji þá, sem mest
eiga saman við það að sælda sem per-
sónur gæddar líkum kenndum og það
er sjálft. Og það krefst talsverðs and-
legs þroska. Því þroskastigi er náð á
þriðja árinu. Þá er sem opnist ný ver-
öld fyrir barninu, veröld geðtengsl-
anna. Það skynjar heim ástar og hat-
urs. Og í fyrstu verður því örðugt að
fóta sig, líkt og verður í bókstaflegum
skilningi, þegar barnið lærir fyrst að
ganga.
Nú er það ofur algengt, að ýmis at-
vik gerist á þessum aldri, sem auka af-
brýðina um allan helming, gefa henni
byr undir báða vængi. Hið algengasta
er, að lítið systkini bætist í hópinn.
Við aðstæður sem þessar á hið lítt
þroskaða barn í miklum erfiðleikum.
Það sveiflast milli ástar og haturs og
erfiðleikarnir verða sárastir vegna
þess, að jafnaðarlega eru það sömu
persónurnar, — faðir, móðir, systkini,
— sem eru elskuð og hötuð í senn.
Hvernig leysir barnið þessa erfiðleika
sína? Mörgum börnum verða þeir
vissulega ofurefli, og af hljótast var-
anlegir skapgerðargallar eða tauga-
veiklunareinkenni. En flest böm
vinna þó sigur, og má hiklaust telja
það með hinum meiri furðuverkum
mannssálarinnar, hvernig sá sigur
vinnst. Hið afbrýðisama barn telur sig
svikið af foreldrum sínum, og það
býst sífellt við nýjum svikum.
iÞað grunar, að farið sé á bak við
það. Þessi nagandi grunur kveikir í
forvitninni, skerpir athyglina og skiln-