Heimili og skóli - 01.10.1962, Síða 9

Heimili og skóli - 01.10.1962, Síða 9
HEIMILI OG SKÓLI 109 inginn. M. ö. o. barnið fer nú fyrst fyrir alvöru að velta fyrir sér ráðgát- um lífs síns. Afbrýðin er þannig frum- kvöðull hinnar frjóu, skapandi hugs- unat', hugarflugsins. í glímunni við hana vex löngunin eftir réttlæti, sem skipar svo stórt rúm í hugum allra hugsandi manna. Af forvitni barnsins sprettur hinn óseðjandi rannsóknar- andi og þrá eftir sannleika, sem er eitt af aðalsmerkjum mannsandans. Spurn- ingaþörf barnsins byrjar á þessum aldri og fer sívaxandi á næstu árurn, og ef vel er hættir maðurinn aldrei að spyrja. Lað má því auðsætt vera, að afbrýð- in er í hæsta máta jákvætt afl í sálar- lífinu, sem foreldrum ber að rækta og hlú að. (Þetta má þó ekki misskiljast. Ræktun afbrýðinnar er fólgin í tvennu. Annars vegar því, að foreldr- arnir hindri hana ekki um of í fram- rás sinni. Það er hægt t. d. með því að gefa barninu aldrei tækifæri til af- brýði. Barn, sem aldrei hefur lært að elska, verður ekki afbrýðisamt. Og það er eitt af uppeldishlutverkum for- eldranna að kenna barninu að elska, — bæði þiggja ást og gefa ást. Foreldr- ar geta einnig af misskilinni nærgætni við barnið farið svo laumulega með ástaratlot sín, að barnið renni aldrei grun í hið raunverulega samband for- eldranna. Það er ennfremur hindrun á eðlilegri framrás afbrýðinnar, ef for- eldrarnir láta stjórnast af lienni, verða þrælar hennar og þjónar, e. t. v. einn- ig af misskilinni nærgætni við barnið. Á hinn bóginn ber foreldrum að hlú svo að sálarheill barna sinna, að af- brýðin flæði ekki yfir bakka sína. Það getur að vísu oft verið mjög erfitt, ef börnin eru að eðiisfari geðrík og viðkvæm og aðstæðurnar andsnúnar. Bezta reglan er sjálfsagt að sýna hinu afbrýðisama barni ávallt sömu nær- gætni og öðrum ástvinum fullorðnum. Foreldrar skyldu vandlega forðast að kynda undir eldum afbrýðinnar að óþörfu. Það kann að virðast óþarfi að taka þetta fram. En vissulega má stundum sjá, að fullorðnir henda gaman að afbrýðissjúkum börnum. Afbrýði þeirra getur orkað sem hjá- kátleg skopstæling á kenndum fullorð- inna. Ef til vill sjá þeir endurvarp sinna eigin kennda. Það getur vakið svipaða kátínu og að sjá mannlegum hörmum endurvarpað í skringibún- ingi af leiksviði. En börn eru engir leiktrúðar. Þær eru margar gildrurnar, sem verða á vegi uppalandans og fyrir sum- um þeirra ber sérstaklega að vera á verði varðandi afbrýðina. Afbrýðissöm börn geta beint afar sárum skoturn að foreldrum sínum, einkum, ef þau eru vel gefin. Þau eru furðu lagin á að finna hina viðkvæmustu bletti. Og enginn er með öllu albrynjaður. Ein- mitt í þessum tilvikum reynir mjög á uppeldishæfni foreldranna. Nefna mætti mörg dæmi og verður hér eitt tekið af handahófi: Telpa ein (5 ára) sagði í reiðikasti við móður sína: „Pabbi hefði átt að fá sér aðra konu, af því að þú ert svo vond við mig.“ Þessi orð særðu móðurina. Hún átti erfitt með að gleyma þeim, því að í rauninni fannst henni stundum skorta á, að hún væri nógu góð móðir og eiginkona. Og það sem verra var: sá grunur læddist inn hjá henni, að telp- an hennar myndi vera illa innrætt.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.