Heimili og skóli - 01.10.1962, Qupperneq 25
HEIMILI OG SKÓLI
125
og unglinga, seni í mörgum tilfellum
nálgast þrælkun. Fundurinn viðurkennir
þörf einstaklinga svo og þjóðfélagsins í
heild á, að hagnýta á einhvern hátt vinnu-
afl æskunnar og jafnframt nauðsynina á,
að börn og unglingar alist upp við þjóð-
nýt störf, en vill leggja áherzlu á, að þessi
vinna verði fremur að miðast við fram-
tíðarheill unglingsins en stundarhagnað,
sem oft leiðir til þess, að unglingarnir hafa
mikla fjármuni milli handa, sem þeir
kunna lítt með að fara og nota sér til tjóns.
Vill fundurinn sérstaklega vekja athygli
þeirra aðila, er að slíkri vinnu standa,
hvort um er að ræða foreldra, vinnuveit-
endur eða stjórnir verkalýðsfélaga, á
þeirri hættu, sem af ofþrælkun barna og
unglinga leiðir fyrir andlegan og líkamleg-
an þroska þeirra.
2. Að skyldusparnaður verði stóraukinn
og sparifé verði tryggt gegn verðrýrnun
og af því greiddir hæstu sparisjóðsvextir.
3. Að ríkisvaldið hlutist til um samstöðu
allra samkomustaða í landinu um, að börn-
um innan 16 ára aldurs verði ekki leyfður
aðgangur að opinberum dansleikjum.
4. Að komið verði á almennri vegabréfa-
skyldu til að auðvelda eftirlit með ungling-
um, samkvæmt gildandi lögum og reglu-
gerðum.
5. Að jafnframt verði stóraukin fjár-
framlög ríkis og sveitarfélaga til félags-
og íþróttamála, svo að hægt verði að full-
nægja á heilbrigðan hátt félags- og
skemmtanaþörf unga fólksins.
6. Að fundinn verði einhver sá rekstrar-
grundvöllur fyrir félagsheimilin, er geri
þeim mögulegt að starfa samkvæmt upp-
haflegum tilgangi, svo að þau þurfi ekki
vegna skuldabasls að stofna til samkomu-
halds, sem er í engu samræmi við þær
vonir, sem við þau voru bundnar, fremur
hið gagnstæða.
7. Að vegna bráðari líkamsþroska ung'-
linga en áður var og því vaxandi ósam-
ræmis milli líkams og andlegs þroska, tel-
ur fundurinn nauðsyn bera til, að mark-
visst sé unnið gegn því af foreldrum og
öðrum uppalendum, að böm líti á sig sem
fullorðið fólk löngu áður en andlegur
þroski þeirra leyfir og bendir á í því sam-
bandi, að heppilegra kynni að vera, að allt
skyldunám fari fram í sama skóla og ung-
mennin fermd að því námi loknu eða við
15 ára aldur svo sem tíðkast í nágranna-
löndum.
Ályktun um launamál.
Aðalfundur Kennarasambands Austur-
lands 1962 fagnar þeim leiðréttingum, sem
fengist hafa á launakjörum kennara og
þakkar reykvískum kennurum skelegga
forustu þeirra í kjarabaráttunni á síðasta
vari.
Þó álítur fundurinn, að hvergi nærri
viðunandi og réttlát úrlausn á þessum
málum hafi fengizt.
Fundurinn vill leggja höfuðáherzlu á
eftirfarandi atriði:
1. Byrjunarlaun kennara verði gerð líf-
vænleg.
2. Laun hækki með hækkandi starfs-
aldri, t. d. eftir tíu ár og eftir það á fimm
ára fresti.
3. Söng- og tónlistarkennarar hafi minni
kennsluskyldu en almennir kennarar.
4. Tekið verði meira tillit til aukinnar
heimavinnu kennara, vegna breytinga á
kennsluháttum, með fækkun kennslu-
stunda á viku.
5. Kjör kennara og skólastjóra við
heimavistarskóla verði stórbætt.
6. Gerðar verði þær breytingar á regl-
um um eftirlaun kennara, að þau miðist
við kennaralaun á hverjum tíma.
Að lokum vill fundurinn vara stjórn
fræðslumála og fjármála í landinu við því
ástandi, sem er að skapast í þessum mál-
um, vegna smásmugulegra undanbragða
við réttmætum kjarakröfum kennara.
Ályktun um Efnaliagsbandalag Evrópu.
Aðalfundur Kennarasambands Austur-
lands 1962 bendir á, að íslendingar munu
brátt knúðir til að svara þeirri spurningu,
hvort þeir gerist aðilar að Efnahagsbanda-
lagi Evrópu. Fundurinn álítur því nauð-
synlegt, að þjóðin geri sér ljóst, hvert
örlagamál er hér um að ræða, og treystir
henni að halda vöku sinni og gæta sjálf-
stæðis íslands.