Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 5
Heimili
og
skóli
TÍMARIT U M
UPPELDISMÁL
cn
©
rn
i
ÚTGEFANDI: KENNARAFÉLAG EYJAFJARÐAR
RitiS kemur út í 6 heftum á ári, minnst 24 síSur hvert hefti,
og kostar órgangurinn kr. 150.00, er greiðist fyrir 1. júli. —
Útgéfustjórn:
Indriði Úlfsson, skólastjóri, (óbyrgðarm.).
Edda Eiríksdóttir, skólastjóri.
Jóhann Sigvaldason, kennari
Afgreiðslu- og innheimtumaður:
Guðvin Gunnlaugsson, kennari.
Vanabyggð 9, Akureyri.
PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR
«►
INDRIÐI ÚLFSSON:
SÍÐARI HLUTI
Upphof barnofrœdslu
í skólum, áhrif og þróun
Hugleiðingar á 100 ára afmæli barnafræðslunnar á Akureyri
Markmið barna-
skólanáms á
fyrstu árum
þess
Kröfurnar
aukast'
MARKMIÐ með stofnun barnaskólanna var í fyrstu aðallega það, að
gera menn læsa, þolanlega skrifandi og kunna einhver skil á meðferð
talna. Þetta er enn grundvallarsjónarmið með skólagöngu barnanna.
Landsprófið, sem svo er kallað, er miðað við þessar kennslugreinar,
enda byggist allt annað skólanám á þeim. Lestur, skrift og reikningur
eru og munu verða um ófyrirsjáanlega framtíð, þau verkfæri, er nem-
endur allra almennra skóla, nota til framhalds. Skiptir því miklu, að
undirstaðan frá barnaskólunum hafi reynzt traust.
Kröfur um aukið skólanám jukust jafnt og þétt. Þá var hafin kennsla
í náttúrufræði og landafræði, svo að menn vissu betri skil á næsta ná-
grenni og dýralífi þess. Jafnhliða hófu skólarnir kennslu í biblíusögum.
Ekki þótti lengur verjandi, að börnin vissu lítið um eigin líkama og
heilsufar, hófst því kennsla á þessu sviði og fylgdi með íþrótta-
kennsla. Söng- og ljóðakennsla kom nokkuð snemma í suma skóla, en
heimili og skóli
49