Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 6

Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 6
Námstíminn áður fyrr Námsfíminn nú Sumarvinna nemenda Breytfir kennsluKæftir í skólum þó var lengi svo og er jafnvel enn, að fámennari skólar hafa litla sem enga söngkennslu. A síðari árum hafa kröfurnar enn aukizt og nú er svo komið, að eðlisfræði- og tungumálakennsla er komin í alla stærri skóla og enn er rætt um aukningu námsefnis. Fyrstu árin störfuðu barnaskólarnir aðeins 3—4 mánuði að vetrinum og sumir enn styttri tíma. En þegar farið var að fjölga námsgreinunum, þótti sýnt, að lengja yrði skólatímann, bæði fjölga námsdögum og kennslustundum á hverjum degi. Þróunin varð til þess, er við þekkjum í dag, sem er 9 mánaða skóli, með allt að 35—36 stunda kennslu á viku hjá elztu börnunum (6. bekk). Árlega heyrast raddir gegn þessari lengingu og er það að vonum, því að bæði byggir íslenzkt þjóðfélag nokkuð á starfskröftum skólanema á sumrin og svo hitt, að með auknu álagi og löngu skólaári má búast við vaxandi þreytu nemendanna, er sumir nefna námsleiða. Við eigum þó ekki margra kosta völ. Nágrannaþjóðir okkar auka sífellt skólanámið og hafa enn lengri skólatíma á ári. Ef við ætlum að standa þeim jafn- fætis, hvað menntun þegnanna snertir, erum við nauðbeygðir til þess að hagræða skólamálum á svipaðan hátt. Ekki er hægt að reikna með að ís- lenzkir kennarar, geti á styttri tíma kennt sama námsefni og aðrir, og náð jafn góðum námsárangri og þeir. Ef við hins vegar stöndum utan þessa námskapphlaups, eigum við á hættu að nemendur okkar verði mun ver undir búnir, að mæta þeim menntunarkröfum er erlendir skólar gera til nemenda sinna og eigi því erfitt með að fá þar skólavist. Varðandi unglinga, bendir margt til, að lenging skólaárs þeirra hafi ekki alla kosti, svo ekki sé meira sagt. Nú þegar, er orðið nokkuð ríkj- andi, að unglingar nágrannaþjóða, sem hafa allt upp í 10 mánaða skóla- ár, fari ekki í vinnu að sumrinu heldur lifi af fjárframlögum foreldra og noti oft sumarið til ferðalaga suður um Evrópu. Þannig komast þeir ekki í neina snertingu við atvinnulífið fyrr en að skólanámi loknu, oft hátt á þrítugs aldri og eiga þá sumir erfitt með að stunda fasta vinnu af alúð og kappi undir þeirri samkeppni og pressu er þjóðfélagið veitir þegnum sínum. Líklega hefði þessu unga fólki verið heilladrýgra að vera árinu lengur við nám, en hafa þess í stað þá reynslu, er íslenzk æska hefur, að vinna hörðum höndum til þess að geta staðið straum af námskostnaði. Þannig verða viðbrigðin minni, þegar skólanámi lýkur og starfið hefst. Á síðari árum hafa kennsluaðferðir tekið nokkrum breytingum. Krít- in og taflan eru þó enn þau hjálpartæki, sem mest er beitt og verður svo vafalítið enn um skeið. Gildi þessara hjálpartækja við kennsluna, bygg- ist á því persónulega sambandi, er hægt er þannig að ná við nemendurna, 50 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.